Rífur Victoria‘s Secret í sig

Fyrirsætan Tess Holliday er ekki par hrifin af undirfatarisanum Victoria's …
Fyrirsætan Tess Holliday er ekki par hrifin af undirfatarisanum Victoria's Secret, sem hún segir ýta undir neikvæða líkamsímynd kvenna. Skjáskot Instagram/tessholliday

Fyrirsætan Tess Holliday skýtur föstum skotum að undirfatarisanum Victoria‘s Secret, sem hún segir ýta undir neikvæða líkamsímynd kvenna.

„Victoria‘s Secret ýtir undir þá ranghugmynd, sem hrjáir Bandaríkin og samfélagið allt, að konur þurfi að líta út á ákveðinn hátt – líkt og englar Victoriu – til að finnast þær vera fallegar og kynþokkafullar“ sagði Holliday í viðtali við Yahoo Style.

Holliday, sem gjarnan er kölluð fyrirsæta í yfirstærð, vill að konur að öllum stærðum og gerðum líði vel í eigin skinni og svarar gagnrýnisröddum jafnan fullum hálsi.

„Ég veit vel að ég er feit. Fólk á það til að misskilja mig þegar ég reyni að fræða konur og sýna þeim að það er í lagi að vera maður sjálfur, elska sjálfan sig og njóta lífsins í stað þess að líða ömurlega.“

Holliday hyggst á næstunni setja á laggirnar eigin tískulínu, en hún segir að það hafi verið vöntun á flottum fötum fyrir stórar konur.

„Ég vildi gera eitthvað sem er ögrandi og kynþokkafullt, en jafnframt vildi ég gefa konum sem vilja ekki klæðast sama gamla blóma- eða hlébarðamynstrinu, meira að velja úr. Það er mjög algengt að maður sjái hryllileg mynstur á fötum fyrir stórar konur, sem aldrei nokkurn tímann myndu líðast fyrir minni konur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál