Dennis Quaid keypti úr hjá Gilberti

Dennis Quaid , Gilbert Ó Guðjónsson, Sigurður Gilbertsson og Grímkell …
Dennis Quaid , Gilbert Ó Guðjónsson, Sigurður Gilbertsson og Grímkell Sigurþórsson.

Íslensku úrin frá JS Watch Company Reykjavík eru eftirsótt. Á dögunum mætti stórleikarinn Dennis Quaid í verslunina til Gilberts úrsmiðs til þess að kaupa eitt slíkt úr handa eiginkonu sinni. Starfsmenn verslunarinnar segja að leikarinn hafi keypt úrið til að gefa eiginkonu sinni, Kimberly Quaid, í Valentínusargjöf. Á leikarinn að hafa komið við í versluninni á leiðinni út á flugvöll þar sem hann var að fara að sækja hana. 

„Leikarinn stóðst ekki mátið þegar hann sá Frisland 1941 flugmanna úrið frá JS og kippti upp einu handa sjálfum sér enda sjálfur með flugréttindi og mikill áhugamaður um flug. Hann varð sérstaklega hrifinn þegar hann heyrði af því að úrið væri tileinkað  Reykjarvíkurflugvelli sem var byggður af breska hernum og lauk byggingu hans árið 1941,“ segir Gilbert úrsmiður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál