Klæddist umhverfisvænum kjól á Met Gala

Emma Watson er ötull talsmaður fyrir náttúruvernd.
Emma Watson er ötull talsmaður fyrir náttúruvernd. AFP

Leikkonan Emma Watson var gestur Met Gala í fyrradag, ásamt þorranum af stærstu stjörnum heims. Watson var stórglæsileg, eins og henni er von og vísa, en athygli vakti að kjóllinn sem hún klæddist var saumaður með sjálfbærni að leiðarljósi.

„Takk Calvin Clein og Eco Age fyrir að vinna með mér og skapa þennan ótrúlega síðkjól. Ég get með stolti sagt að hann er svo sannarlega sjálfbær,“ skrifaði leikkonan í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni.

„Bolur kjólsins er unninn úr þremur mismunandi tegundum af vefnaði, en þræðirnir eru úr endurunnum plastflöskum. Plast er einn helsti mengunarvaldur heims. Að geta fundið þessum úrgangi tilgang og notað hann í síðkjólinn minn sýnir hversu vel sköpunargáfa, tækni og tíska geta unnið saman.“

Kjóllinn var þó ekki allur saumaður úr endurunnum plastflöskum, því einnig var notast við lífræna bómull og silki líkt og sjá má í færslu Watson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál