Fólk þarf ekki að fara í ný föt í hverri viku

Björg Ingadóttir, eigandi Spaksmannsspjara.
Björg Ingadóttir, eigandi Spaksmannsspjara. Morgunblaðið/Ófeigur Lýðsson

Í tísku- og förðunarblaði Morgunblaðsins sem kemur út 2. júní má finna viðtal við fatahönnuðinn Björgu Ingadóttur, eiganda Spaksmannsspjara. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um harðan fatahönnunarbransann og öfgakennt neyslumynstur fólks.

Björg er ekki hrifin af því neyslumynstri sem einkennir samtímann. Hún skilur ekki hvernig fólk nennir almennt að eiga eins mikið af fötum eins og tíðkast nú til dags. „Ég er spennt fyrir framtíðinni og allri þeirri þróun sem mun eiga sér stað í efnum, framleiðsluferli og umhverfisvitund. Vonandi er stutt í að við getum öll prentað okkar eigin föt í 3D prenturum. Og þá mun hönnunin skipta öllu máli en ekki framleiðslan, hún mun þá færast til neytandans og efnið í fötin verður endurnýtt aftur og aftur í prentunina. Mér finnst smartasta og áhugaverðasta fólkið alls ekki vera þeir sem fara í eitthvað nýtt endalaust. En oft á tíðum er það einfaldasta lausnin, stundum er meira að segja ódýrara að kaupa sér nýtt en að fara í hreinsun. Þetta er auðvitað ekki í lagi.“

Verslunin Spaksmannsspjarir er á besta stað í bænum, á Bankastræti …
Verslunin Spaksmannsspjarir er á besta stað í bænum, á Bankastræti 11. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál