Adele skein skært í handsaumuðum kjól

Adele blótaði allsvakalega á tónleikum sínum um helgina.
Adele blótaði allsvakalega á tónleikum sínum um helgina. AFP

Adele tróð upp á Glastonbury um helgina í fyrsta sinn, og skartaði við tilefnið handsaumuðum kjól frá franska tískuhúsinu Chloe.

Kjóllinn var sérsaumaður á stjörnuna, en það var Clare Waight-Keller sem hannaði dýrgripinn. Samkvæmt umfjöllun Daily Mail tók 200 klukkustundir að sauma kjólinn, enda er hann alsettur glansandi pallíettum og glingri.

Það var þó fleira en kjóll söngkonunnar sem vakti athygli, en hún blótaði allsvakalega á tónleikunum. Raunar 33 sinnum, líkt og glöggir áhorfendur komust að raun um. Þá ropaði hún einnig framan í aðdáanda, sem mörgum þótti ekki sérlega dömulegt.

Frétt mbl.is: Adele hneykslaði á Glastonbury

Kjóll söngkonunnar vakti stormandi lukku.
Kjóll söngkonunnar vakti stormandi lukku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál