Varð að eignast Apple-úrið eftir tískuvikuna

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir.
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tískudrottningin Eva Dögg Sigurgeirsdóttir er ákaflega hrifin af gulli og hoppaði því hæð sína þegar Apple úrið kom í gull-lit. Apple-úrið er hennar uppáhaldsfylgihlutur en hún féll fyrir því vegna hönnunarinnar og virkninnar. 

„Ég hef alltaf verið mjög hrifin af gylltu og í síðustu útgáfu kom Apple með uppáhalds litinn minn þannig að þá stökk ég til. Apple er líka með svart úr, silfrað (matt og króm) og síðan bleikt eins og nýju símarnir eru. Það sem mér finnst flottast er að hönnunin er þannig að hún gengur fyrir bæði kynin,“ segir hún. 

Með úrinu hennar Evu Daggar fylgdi gúmmí ól í beige-lit. Eva Dögg þekkir Apple vörurnar vel en eiginmaður hennar, Bjarni Ákason rekur Epli. 

„Í vor komu flottar ólar á markaðinn og það er ótrúlegt hvað ein ól getur breytt úrinu mikið. Í dag er ég með ofna beige gyllta ól sem gerið úrið örlítið fínna. Næst langar mig í einhvern geggjaðan sumarlit,“ segir hún.

Eva Dögg segir að Apple úrið sé hennar uppáhaldsfylgihlutur og passi vel við þarfir nútímakonunnar. 

„Apple úrið spilar vel með símanum og það sem mér finnst mesta snilldin að þú sérð ef einhver er að hringja í þig eða ef einhver er að senda þér sms án þess að vera með símann á borðinu. Mér finnst stundum símarnir vera farnir að taka yfir og í raun er það dónaskapur eða vanvirðing að sitja með fólki á fundum eða bara á veitingastað og vera alltaf í símanum. Úrið gerir það að verkum að ef um akút símtal er að ræða eins og til dæmis ef börnin eru að hringja þá get ég séð það strax, sama gildir um akstur, þú sérð ef einhver er að hringja og getur þá bara stoppað og hringt til baka.“

Þegar hún er spurð út í uppáhaldsappið sitt nefnir hún app sem hvetur hana til að hreyfa sig meira. 

Apple-úrið hefur verið áberandi í erlendum tískublöðum en það er …
Apple-úrið hefur verið áberandi í erlendum tískublöðum en það er nú fáanlegt hérlendis.

„Ég verð samt að viðurkenni að mér fannst úrið pínu frekt þegar það var farið að benda mér á að ég þyrfti að hreyfa mig og standa upp reglulega frá tölvunni. En svo er þetta svo mikil snilld að ég er alveg ónýt ef ég gleymi því heima eða ef það er óhlaðið. Nú svo er gaman að fylgjast með því hversu langt þú labbar á dag, hvað þú brennir miklu og svo framvegis en úrið fylgist líka reglulega með hjartslættinum. Annars getur þú nánast notað öll öppin sem eru í símanum þínum. Ég valdi að sleppa samfélagsmiðlum í úrinu en það er með ráðum gert svo ég sé ekki líka að fylgjast með heiminum þar. En svo getur maður auðvitað fylgist með veðri og fréttum bara eins og í símanum. Ég nota über appið mikið þegar ég er erlendis þegar ég er að panta leigubíla og þessháttar. Einnig tengist úrið google maps á símanum þannig að úrið getur í raun vísað þér veginn ef þú ert til dæmis týnd í útlöndum og vilt ekki vera með símann á almannafæri.“

Gyllt með rauðri ól.
Gyllt með rauðri ól.


„Nú síðan er snilld að nota svefn-app sem fylgist með því hversu vel þú sefur. Ég er enn að reyna að ná fullum svefni eftir að ég eignaðist yngstu börnin mín þannig að þetta er snilld fyrir konu eins og mig. Ég geymdi miða á leikhús sem ég fór á í Boston í fyrra í úrinu og mér fannst snilld þegar úrið var skannað við innganginn. Síðan er gott að geta kíkt á tölvupóstinn, svarað sms skilaboðum á einfaldan hátt og svarað símtölum ef maður finnur ekki símann sinn (sem gerist ansi oft hjá mér). Nú svo er hægt að vera með to-do lista, innkaupa lista, dagbókina sína. Þetta er allt spurning um hvað þú vilt fá út úr úrinu þínu. Það sem mér finnst skemmtilegt það er að ég get ráðið hvernig skífu ég er með á úrinu mínu. Ég get haft gamaldags skífu, tölvu úr, Mikka mús nú eða mynd af börnunum mínum. Það er í raun hægt að aðlaga skífuna að ólinni nú eða að fötunum sem þú ert í hverju sinni,“ segir hún.

Eva Dögg segist vera mjög íhaldssöm þegar kemur að úrum og hafi til að mynda notað sama úrið ár eftir ár eða þangað til hún eignaðist þetta.

„Ég varð auðvitað að fá mér Apple úrið þegar ég var stödd á tískuviku í París. Ég kolféll þar fyrir því en það var svo gaman að sjá konur sem voru algjörlega uppá strílaðar í sparigallanum með úrið á arminum. Apple náði ekki bara til aðdáenda Apple heldur til tískubransans í heild sinni og mátti sjá úrið framan á Vogue löngu áður en það kom í sölu. Það góða við það er að það gengur við allan fataskápinn og svo má krydda þetta með því að skipta um ólar reglulega. Ég man þegar ég sá það fyrst þá hélt ég að ég myndi ekki þurfa svona og ætlaði alls ekki að taka af mér fallega úrið mitt sem ég var með áður en svo prófaði ég og þá var ekki aftur snúið,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál