Drusluvarningur fyrir allar druslur

Í ár er í fyrsta skipti hægt að versla sér …
Í ár er í fyrsta skipti hægt að versla sér druslunærbuxur fyrir gönguna. Ljósmynd/Sunna Ben

Undanfarin ár hefur Druslugangan framleitt og selt varning til styrktar göngunni. Engin breyting verður þar á í ár og verður allur ágóði sölunnar nýttur í gönguna á næsta ári. Ef ske kynni að göngunni yrði hætt mun ágóðinn renna beint til Stígamóta.

Druslugangan 2016 í Reykjavík verður gengin 23. júlí frá Hallgrímskirkju kl. 14:00 og endar á Austurvelli.

Í ár voru framleiddar derhúfur, bolir, tattú og nærbuxur fyrir Druslugönguna. Þrjár nýjar gerðir af bolum voru framleiddar í ár en þeir eru ýmist valdeflandi fyrir þolendur eða stuðningsyfirlýsingar fyrir aðstandendur. Þá verða í fyrsta skipti druslunærbuxur til sölu í ár.

Varningurinn verður fáanlegur 20. júlí á Yung Sluts-viðburði fyrir ungt fólk um daginn og á Peppkvöldi Druslugöngunnar á Húrra um kvöldið. Einnig verður varningur til sölu fyrir gönguna næstkomandi laugardag við Hallgrímskirkju og eftir hana á Austurvelli. Þá verður hægt að kaupa varninginn á heimasíðunni barkode.is og fá hann sendan út um allt land.

Facebook-síða Druslugöngunnar.

Druslutattú-in hafa verið vinsæl undanfarin ár.
Druslutattú-in hafa verið vinsæl undanfarin ár. Ljósmynd/Sunna Ben
Varningurinn verður fáanlegur 20. júlí á Yung Sluts-viðburði fyrir ungt …
Varningurinn verður fáanlegur 20. júlí á Yung Sluts-viðburði fyrir ungt fólk um daginn og á Peppkvöldi Druslugöngunnar á Húrra um kvöldið. Ljósmynd/Sunna Ben
Nærbuxurnar verða eflaust vinsælar.
Nærbuxurnar verða eflaust vinsælar. Ljósmynd/Sunna Ben
Þrjár nýjar gerðir af bolum voru framleiddar í ár.
Þrjár nýjar gerðir af bolum voru framleiddar í ár. Ljósmynd/Sunna Ben
Bolirnir eru valdeflandi fyrir þolendur eða stuðningsyfirlýsingar fyrir aðstandendur.
Bolirnir eru valdeflandi fyrir þolendur eða stuðningsyfirlýsingar fyrir aðstandendur. Ljósmynd/Sunna Ben
Einnig verður varningur til sölu fyrir gönguna næstkomandi laugardag við …
Einnig verður varningur til sölu fyrir gönguna næstkomandi laugardag við Hallgrímskirkju og eftir hana á Austurvelli. Ljósmynd/Sunna Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál