Trúlofunarhringurinn kostaði 32 milljónir

Pippa Middleton er yfir sig sæl þessa dagana.
Pippa Middleton er yfir sig sæl þessa dagana. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Pippa Middleton, yngri systir Katrínar hertogaynju af Cambridge, trúlofaðist á dögunum kærasta sínum, James Matthews. Hringurinn sem Matthews gaf unnustu sinni er alls ekkert slor.

Matthews starfar sem sjóðstjóri vogunarsjóðs og hafði vel efni á því að útvega sinni heittelskuðu glæsilegan hring. Samkvæmt frétt Daily Mail er áætlað að hringurinn hafi kostað í kringum 200.000 sterlingspund, sem samsvarar rúmlega 32 milljónum íslenskra króna.

Katrín og Vilhjálmur prins hafa lagt blessun sína yfir ráðahaginn, en talsmaður þeirra segir þau yfir sig ánægð með tíðindin.

Matthews er sagður hafa farið á skeljarnar um síðustu helgi en líklegt þykir að brúðkaupið, sem verður eflaust hlaðið íburði, muni fara fram á næsta ári.

Eins og sjá má er hringurinn engin smásmíði.
Eins og sjá má er hringurinn engin smásmíði. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Kærasti Middleton er sagður hafa beðið um hönd hennar fyrr …
Kærasti Middleton er sagður hafa beðið um hönd hennar fyrr í sumar. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál