Antonio Banderas í hlutverki Versace

Leikarinn Antonio Banderas mun fara með hlutverk Gianni Versace í …
Leikarinn Antonio Banderas mun fara með hlutverk Gianni Versace í mynd um ævi hans. AFP

Spænski leikarinn Antonio Banderas mun fara með hlutverk Gianni Versace í heimildarmynd sem fjallar um ævi hönnuðarins. Leikstjórinn Billie August mun leikstýra myndinni en hann hefur áður leikstýrt verkum á borð við Pelle the Conqueror og Les Misérables.

Samkvæmt heimildum miðilsins WWD hefur Versace-fjölskyldan enga aðkomu að gerð myndarinnar og segir að líta eigi á hana sem skáldverk.

Tökur á myndinni hefjast í desember í Mílanó. Þá verður myndin einnig tekin upp á fæðingarstað Versace í Reggio Calabria. Tökum mun líklegast ljúka í Miami en þar var Versace myrtur af raðmorðingjanum Andrew Cunanan árið 1997.

Leikarinn Banderas er mikill tískuunnandi og hefur sjálfur gefið út fatalínu í samstarfi við merkið Selected. Þá sat hann nokkra tískuáfanga í Central Saint Martins-hönnunarskólanum í London á síðasta ári.

Donatella Versace, yfirhönnuður Versace og systir Gianni Versace.
Donatella Versace, yfirhönnuður Versace og systir Gianni Versace. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál