Sami kjóllinn 10 pundum dýrari í yfirstærð

Hér má sjá kjólinn umrædda.
Hér má sjá kjólinn umrædda. Ljósmynd/Asos

Fatamerkið Boohoo og vefverslunin Asos hafa verið mikið gagnrýnd eftir að viðskiptavinur komst að því að kjóll í svokallaðri yfirstærð var tíu pundum, sem samsvarar um 1.700 krónum, dýrari en sami kjóllinn í öðrum stærðum.

Becky Bedbug vakti athygli á málinu á Twitter-síðu sinni og vakti málið miklar umræður. Sumir sögðu eðlilegt að föt í yfirstærð væru dýrari þar sem meiri efniskostnaður færi í þau. Þá sagði Bedbug að það gæti ekki verið ástæðan því að minnstu stærðirnar hafi ekki verið ódýrari en hinar.

Nú eru kjólar í yfirstærð og öðrum stærðum seldir á …
Nú eru kjólar í yfirstærð og öðrum stærðum seldir á sama verði. Ljósmynd/Asos

Vefverslunin Asos svaraði Bedbug á Twitter og sagði að ekki væri um sama kjól að ræða, undirkjóllinn á öðrum þeirra væri lengri og hálsmálið væri ekki það sama. Þá sagði verslunin að fatamerkið Boohoo tæki ábyrgðina á þessu þar sem merkið sæi um framleiðsluna á fatnaðinum en ekki Asos.

Fatamerkið Boohoo svaraði þessari gagnrýni með því að segja að verðið á fatnaði merkisins væri breytilegt og allt færi það eftir birgjunum.

Samkvæmt vef Cosmopolitan eru kjólarnir, bæði yfirstærð og aðrar stærðir, nú seldir á sama verði í vefverslun Asos.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál