Svona færðu fataskápinn til þess að endast

Fyrsta skrefið í því að fá fataskápinn til þess að …
Fyrsta skrefið í því að fá fataskápinn til þess að endast er að kaupa föt úr gæðaefnum. Ljósmynd/Getty Images

Til þess að fataskápurinn endist sem lengst er lykilatriði að fara vel með fötin í honum. Hér koma nokkur ráð frá Sandrine Vaillancourt um hvernig er best að fá fötin til þess að endast.

Kauptu föt úr góðum efnum

Fyrsta skrefið í því að fá fataskápinn til þess að endast er að kaupa föt úr gæðaefnum. Kauptu föt úr góðum efnum sem þú getur verið viss um að eyðileggist ekki eftir fyrsta þvott. Það er vel þess virði að eyða stundum aðeins meira í betri gæði því þau föt endast lengur.

Geymdu þau rétt

Geymslan á fötunum skiptir einnig miklu máli og hefur áhrif á það hversu lengi þau endast. Ef þú passar upp á að geyma þau rétt haldast þau rétt í laginu. Ekki hengja til dæmis peysur og stuttermaboli á herðatré, það er betra að brjóta þau saman og geyma ofan í skúffu. Þá getur einnig verið sniðugt að setja plastpoka eða pappír ofan í skó þannig að lagið á þeim haldist.

Það skiptir miklu máli að þvo fötin rétt til þess …
Það skiptir miklu máli að þvo fötin rétt til þess að þau endist. AFP

Lestu þvottaleiðbeiningarnar

Til þess að forðast allan misskilning er best að lesa vel allar þvottaleiðbeiningar sem fylgja fötunum. Ef þú ert í einhverjum vafa er alltaf gott að handþvo og leyfa hlutunum að þorna sjálfum.

Gerðu við

Ef fötin eru skemmd er oft tiltölulega ódýrt að fara með þau í viðgerð. Ef þú kannt ekki að laga þetta sjálf/ur getur þú alltaf kíkt til klæðskera sem ætti að geta bjargað málunum. Oft er ódýrara að gera við gömlu flíkina heldur en að kaupa nýja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál