Mary krónprinsessa þykir best klædd

Krónprinsessa Dana, Mary Donaldson, þykir sérlega vel klædd.
Krónprinsessa Dana, Mary Donaldson, þykir sérlega vel klædd. Ljósmynd / skjáskot news.com

Mary krónprissessa Danmerkur þykir sérlega vel klædd, en dómnefnd Vanity Fair veitti henni inngöngu í svokallaða frægðarhöll best klædda fólksins, eða International Best Dressed List 2016 Hall of Fame.

Krónprinsessan var ekki sú eina sem fékk inngöngu, því leikkonan Tilda Swinton og ljósmyndarinn Moses Berkson þykja einnig sérlega smart.

Þeir sem þykja hafa sýnt framúrskarandi tískuvitund í gegnum árin geta átt von á því að komast á lista Vanity Fair, en listann í heild sinni má lesa hér.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem klæðnaður Mary vekur eftirtekt, því á síðasta ári var hún kosin best klædda konunglega skvísan af lesendum tímaritsins Hello! og skaut hún þar með Katrínu hertogaynju ref fyrir rass.

Frétt mbl.is: Mary best klædda prinsessan

Tilda Swinton fékk einnig inngöngu í frægðarhöllina.
Tilda Swinton fékk einnig inngöngu í frægðarhöllina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál