Cortefiel-samsteypan til Íslands

Í Cortefiel eru bæði dömu- og herraföt.
Í Cortefiel eru bæði dömu- og herraföt. mbl.is

Ein af fremstu tískufatakeðjum Evrópu, Cortefiel Group, í samstarfi við Gjörð ehf., hefur opnað þrjár verslanir í Smáralind. Springfield og Women´s Secret opnuðu dyr sínar fyrr í mánuðinum og nú á fimmtudaginn mun og Cortefiel bætast í hópinn. Ferðaglaðir Íslendingar þekkja verslanirnar frá Evrópu en Cortefield Group er frá Spáni.  

Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri verslananna.
Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri verslananna.

„Við hlökkum til að sýna Íslendingum þær glæsilegu vörur sem Springfield, Women´Secret og Cortefiel bjóða upp á. Springfield endurspeglar allt það nýjasta í tískuheiminum en hönnuðirnir þar fylgjast afar vel með nýjustu straumum og stefnum í hönnun og tísku. Viðskiptavinir Smáralindar á aldrinum 20 – 30 ára koma sko ekki að tómum kofunum hvað varðar gæði á góðu verði. Að sama skapi er Women´s Secret leiðandi í Evrópu á sviði undirfatnaðar, nærfata, sund- og náttfatnaðar með ótrúlega flottar vörur, og Cortefiel einkennir tímalaus klassísk hönnun og gæði fyrir fólk sem gerir kröfur um þægindi, góð snið, efni og ekki síst verð,“ segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri verslananna. 

Þessar spænsku verslanir hressa aldeilis upp á Smáralind enda er mikið lagt í hönnun verslananna og útlit þeirra.  

„Við erum afar ánægð með þessa glæsilegu viðbót í fjölbreytta starfsemi Smáralindar og erum sannfærð um að vöruúrvalið þar eigi eftir að falla vel í kramið hjá viðskiptavinum okkar. Ekki síður erum við himinlifandi yfir því að Cortefiel hafi valið Smáralind sem fyrsta vettvang verslana sinna á Norðurlöndunum,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. 

Samfella frá Women´s Secret.
Samfella frá Women´s Secret. mbl.is
Heimaföt frá Women´s Secret.
Heimaföt frá Women´s Secret.
Heimaföt frá Women´s Secret.
Heimaföt frá Women´s Secret.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál