Of ung fyrir fitusog?

Hvað kostar að fara í fitusog?
Hvað kostar að fara í fitusog? mbl.is/Thinkstock

Þórdís Kjartansdóttir er einn færasti lýtalæknir landsins. Hún svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í mjúkar mjaðmir og bingóvöðva. 

Sæl Þórdís

Ég er 29 ára gömul og barnlaus og hef lengi verið að velta fyrir mér fitusogi til að losna við „ástarhandföngin“ og „bingóvöðvana“ sem engan vegin virðast fara hvað sem ég geri.

Ég er þó aftur á móti með nokkrar vangaveltur hvað þetta varðar:

Myndir þú telja mig vera of unga? Er það rétt sem ég hef heyrt að ef að einstaklingur fitnar aftur á því svæði sem fitusog var framkvæmt þá setjist hún óeðlilega? Eða þá að þú getir ekki bætt aftur á þig á sama svæðið og þá leiti fitan á aðra staði og ef til vill á staði sem hún hefur ekki verið á áður? Hvað kostar svona aðgerð?

Kær kveðja, 

Guðrún. 

Er hægt að fitusjúga bingóvöðva?
Er hægt að fitusjúga bingóvöðva? mbl.is/Thinkstock

Sæl og takk fyrir spurninguna. Nei, þú ert ekki of ung. Ef þetta eru „vandræða svæðin“ þín þá getur fitusog átt rétt á sér. Fitusog á þessum svæðum koma yfirleitt vel út. Þegar fitusog er framkvæmt þá fjarlægir/minnkar lýtalæknirinn fituna á svæðinu. Ef þú skyldir fitna aftur þá sest hún yfirleitt á önnur svæði. Fitan myndi enda á að setjast á þau svæði sem voru fitusogin ef þyngdaraukningin er mikil. Fitusog kostar frá um 200.000 kr.  Þessi svæði er best að fitusjúga í svæfingu og því fylgir meiri kostnaður.

Með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál