Í tæplega 600.000 króna kjól

mbl.is/AFP

Hertogaynjan af Cambridge og Vilhjálmur eiginmaður hennar eru í opinberri heimsókn í Kanada. Þessi dökkhærða þokkadís hefur í gegnum tíðina þótt mjög vel klædd og sér í lagi vegna þess að hún er ekki alltaf í rándýrum fötum. Stundum klæðist hún fötum úr GAP sem kosta lítið en inni á milli klæðist hún dýrari fatnaði. 

Í þessari opinberu heimsókn var öllu til tjaldað en þar klæddist hertogaynjan kjól úr smiðju Alexander McQueen. Kjólinn er hvítur og rauður með stífri mittislínu, ekki of stuttur og ekki of fleginn. Kjóllinn má líka vera flottur því hann kostar tæplega 600.000 krónur íslenskar eða um 4,000 pund. 

Kjóllinn er hvítur í grunninn með bróderuðu munstri og því ekki skrýtið að hann hafi kostað skildinginn. Hann er hnepptur upp í háls með litlum kraga sem fer vel við andlitsfall hertogaynjunnar. Við kjólinn klæddist hún mjög nettum rauðum skóm. Kjóllinn er hannaður af Söruh Burton en hún er yfirhönnuður Alexander McQueen tískuhússins. Kjóllinn er hluti að línu hátískumerkisins sem kemur 2017. Þeir sem hafa fylgst vel með hertogaynjunni og klæðaburði hennar vita að Alexander McQueen á stað í hjarta hennar en Sarah Burton hannaði brúðarkjól hennar þegar hún gekk að eiga Vilhjálm í apríl 2011.

Hertogaynjan og eiginmaður hennar voru á ferð með forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau og eiginkonu hans, Sophie Grégoire Trudeau. Þau hittu til dæmis ungt athafnafólk. 

Börn hjónanna, Georg og Karlotta, voru skilin eftir hjá barnfóstru á meðan foreldrar þeirra sinntu vinnuskyldum sínum en þau komu með þeim til Kanada. 

mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál