Kjóll Melaniu seldist upp eins og skot

Melania Trump studdi við bakið á eiginmanni sínum þegar hann …
Melania Trump studdi við bakið á eiginmanni sínum þegar hann atti kappi við Hillary Clinton. AFP

Fyrstu kappræður Hillary Clinton og Donald Trump fóru fram í fyrr í vikunni, og var hart tekist á um pólitísk álitamál. Klæðnaður forsetaframbjóðendanna, og ástvina þeirra, virðist þó einnig hafa vakið töluverða athygli.

Melania Trump, eiginkona Donald Trump, virðist vera mikill tískuspekúlant en hún klæddist svörtum kjól úr smiðju Roland Mouret á kappræðunum. Kjóllinn kostar 2.645 Bandaríkjadali, eða litlar 300 þúsund krónur.

Eftir kappræðurnar rauk umræddur kjóll úr hillum verslana, en hann er nú uppseldur líkt og sjá má í frétt Us Weekly.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tískuvit Melaniu setur mark sitt á kauphegðun heimsbyggðarinnar því kjóllinn sem hún klæddist á landsþingi Repúblikanaflokksins í júlí, þar sem hún var sökuð um að hafa stolið ræðu Michelle Obama, seldist einnig upp eins og skot. Þá klæddist Melania hvítum kjól úr smiðju Roksanda Ilincic, sem kostaði 2.190 dollara, eða 250 þúsund íslenskar krónur.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem klæðnaður forsetaframbjóðendanna vekur athygli, því sjálf Hillary Clinton keypti eitt sinn forláta kápu á Íslandi.

Frétt mbl.is: Clinton keypti kápu á Íslandi

Melania Trump virðist hafa mikil áhrif á kauphegðun kvenna.
Melania Trump virðist hafa mikil áhrif á kauphegðun kvenna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál