Ávísun á góðar „selfies“

LuMee tryggir góðar sjálfsmyndir.
LuMee tryggir góðar sjálfsmyndir.

LuMee-símahulstrin hafa fyrir löngu slegið í gegn vestanhafs og eru einnig orðin ansi vinsæl hér á landi. Það var Kim Kardashian sem kom hulstrunum almennilega á kortið en hún er þekkt fyrir „selfie“-myndirnar sínar sem hún tekur gjarnan með LuMee. En hver er pælingin á bak við Lumee?

Í símahlustrinu er LED-lýsing sem er hugsuð til að hafa í gangi þegar myndavélin á framhlið símans er notuð. Þess vegna hentar það vel fyrir „selfie“-myndatökur eða í Skype-símtölum svo dæmi séu tekin. „LuMee-hulstrið, sem er hannað af ljósmyndara, tryggir ekki bara vel lýstar og flottar myndir heldur ver það símann líka vel enda er það gert úr harðgerðu plasti. Hulstrin fást í mörgum litum og nýjustu hulstrin hjá okkur eru með marmaramynstri sem Kim Kardashian hannaði í samstarfi við LuMee, þau eru þau vinsælustu sem við höfum verið með í sölu,“ segir Birta Ósk Theodórsdóttir hjá LuMeeStore.is.

Birta segir eftirspurnina vera mikla á Íslandi. „Stærsti markhópurinn er ungar stelpur og konur. Förðunarfræðingar nota LuMee mikið þar sem lýsingin hentar vel til þess að taka myndir af förðun.“ Þess má geta að LuMeeStore.is er eini umboðs- og dreifingaraðili LuMee á Íslandi. „Síminn og Vodafone eru endursöluaðilar hjá okkur,“ bætir Birta við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál