Leita að Tark-buxum fyrir afmælið

Svava Johansen, forstjóri NTC, er búin að vinna í fyrirtækinu …
Svava Johansen, forstjóri NTC, er búin að vinna í fyrirtækinu síðan hún var 17 ára. mbl.is/Árni Sæberg
Rakel Matthea Dofradóttir og María Einarsdóttir, starfsmenn NTC.
Rakel Matthea Dofradóttir og María Einarsdóttir, starfsmenn NTC.


Tískuveldið NTC sem rekur Gallerí Sautján, Kultur, GS skó og fleiri verslanir fagnar 40 ára afmæli í október. Allar verslanir NTC verða með í hátíðarhöldunum en hápunkturinn verður afmælisdagskrá í versluninni Gallerí Sautján í Kringlunni þar sem gínur verða klæddar upp í mest seldu flíkur fyrirtækisins frá upphafi.

Buxur frá Punk Royal.
Buxur frá Punk Royal.

„Við erum að leita að „best sellerum“ í gegnum tíðina. Við erum búnar að hafa samband við gamalt starfsfólk og höfum fengið mjög góð viðbrögð,“ segir María Einarsdóttir, verkefnastjóri NTC, í samtali við Smartland. Það er þó ýmislegt sem vantar upp á og segir María að þau séu að leita að Tark-buxum, Punk Royal-buxum og Claudie Zana-drögtum svo eitthvað sé nefnt. 

„Við höfum fengið til dæmis Mao-jakkaföt, Mao-kápu, Henson-peysu, Diesel-buxur og Ghoast-kúrekastígvél svo eitthvað sé nefnt. Uppi á skristofu er búið að ramma inn best-sellera í gegnum tíðina og verða þær flýkur til sýnis. Auk þess höfum við verið að leita að fötum á Facebook,“ segir María.

Í tilefni af 40 ára afmælinu var Galleri Sautján í Kringlunni endurhönnuð og verður mikið húllumhæ í búðinni meðan á afmælisvikunni stendur. Ef þú lumar á góssi frá gamalli tíð úr 17 eða fleiri verslunum getur þú haft samband hér. 

Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen. Myndin var tekin þegar Gallerí …
Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen. Myndin var tekin þegar Gallerí Sautján opnaði í Smáralind. mbl.is/Ómar Óskarsson
Heiðrún Lind Marteinsdóttir var verslunarstjóri í GS skóm og er …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir var verslunarstjóri í GS skóm og er hér í Diesel-gallabuxum sem voru vinsælar á þessum árum. Þessi mynd var tekin 2002 þegar hún var byrjuð í laganámi. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Svona skór fengust í GS skóm.
Svona skór fengust í GS skóm. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál