Hinn fullkomni blástur og rótinni reddað

Eftir: Hárið var blásið vandlega með réttu tólinum og hárvörunum.
Eftir: Hárið var blásið vandlega með réttu tólinum og hárvörunum. mbl.is/Ófeigur

Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi bpro heildsölu, kennir hér lesendum að framkalla hinn fullkomna blástur sem gefur hárinu aukið umfang og fyllingu. Svo býr hann yfir sniðugu ráði fyrir þær sem þurfa að redda gráu rótinni á mettíma. Hann notar vörur frá label.m í verkið. 

Brúna þurrsjampóið gerir kraftaverk.
Brúna þurrsjampóið gerir kraftaverk.
  • Baldur byrjaði á að undirbúa hárið vel og framkalla fallega áferð. Hárið var þvegið upp úr Thickening-sjampói og hárnæringu sem gefur hárinu raka og fyllingu. Til að fá enn meiri lyftingu í hárið var Volume mousse-froðan sett í rótina.

  • Svo til að tryggja fullkominn blástur og verja það fyrir hita var Blow Out Spray úðað yfir allt hárið. Baldur segir þá hárvöru tryggja að hárið verði viðráðanlegt.

  • Eftir að hárið hefur verið blásið vandlega er Texturising Volume Spray úðað yfir allt hárið til að gefa því aukið umfang. Baldur tekur fram að þetta sprey hefur verið ein vinsælasta vara label.m síðastliðin tvö ár.

  • Punkturinn yfir i-ið er svo Hold & Gloss Spray. Sú vara gefur hárinu fallegan glans og „hold“. Þetta er ávísun á góða endingu.

  • Fyrirsæta Baldurs náði ekki að fara í litun fyrir blásturinn og er komin með grátt í rótina en Baldur lumar á góðu ráði. Hann spreyjar brúnu þurrsjampói í rótina, það hylur grá hár og gefur aukna lyftingu.
Sigfríð Þormar og Baldur Rafn ræða málin áður en hár …
Sigfríð Þormar og Baldur Rafn ræða málin áður en hár hennar var blásið. mbl.is/Ófeigur
Eftir: hér má sjá hvað þurrsjampóið gerir mikið fyrir rótinaþ
Eftir: hér má sjá hvað þurrsjampóið gerir mikið fyrir rótinaþ mbl.is/Ófeigur
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál