Sendi frá sér fokdýra línu og skammast yfir verðlagningu annarra

Gwyneth Paltrow gerir það gott með lífstílssíðu sinni, Goop.
Gwyneth Paltrow gerir það gott með lífstílssíðu sinni, Goop. AFP

Leikkonan og lífstílsmógúllinn Gwyneth Paltrow þótti heldur betur kasta steinum úr glerhúsi þegar hún lét móðan mása um óheyrilega og glórulausa verðlagningu á hönnunarvörum.

„Sem neytanda finnst mér verðið á vörum eftir nokkra af mínum eftirlætis hönnuðum vera óheyrilega hátt,“ játaði Paltrow í nýlegu viðtali.

Paltrow, sem heldur úti lífsstílsvefnum Goop, sendi nýverið frá sér eigin fatalínu – sem er þó allt annað en ódýr.

Til að mynda mátti fá jakka úr línu Paltrow á 1.200 dollara, eða tæpar 138 þúsund íslenskar krónur. Þá mátti einnig fjárfesta sér í forláta Goop kjól á 595 dollara, eða 68 þúsund krónur, en buxur sem Paltrow bauð til sölu voru heldur ódýrari og kostuðu 37 þúsund krónur.“  

Þrátt fyrir að flíkurnar hafi verið dýrar seldust þær upp á nokkrum klukkustundum, en aðeins voru framleiddar 1.000 flíkur af hverri gerð líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

Fleiri flíkur eru væntanlegar, en nýjar flíkur eru settar í sölu í hverjum mánuði.

Hér má sjá kápuna, en hún er nú uppseld.
Hér má sjá kápuna, en hún er nú uppseld. Ljósmynd / skjáskot Goop
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál