Segir stíl hertogaynjunnar leiðinlegan

Stílista Díönu prinsessu heitinnar þykir ekki mikið til klæðnaðar hertogaynjunnar …
Stílista Díönu prinsessu heitinnar þykir ekki mikið til klæðnaðar hertogaynjunnar koma. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge er af mörgum talin ein best klædda kona heims, en margir líta ákaflega upp til hennar og seljast þær flíkur sem hún klæðist opinberlega jafnan eins og heitar lummur.

Paul Costelloe, stílisti Díönu prinsessu heitinnar, er ekki sama sinnis og segir að stíll Katrínar sé fremur leiðinlegur og að hún taki ekki nægilega mikla áhættu í fatavali. Þá var hann sérlega óhress með forsíðu tískuritsins Vogue, sem Katrín sat fyrir á.

Costelloe, sem starfaði fyrir prinsessuna frá árinu 1982, segist þó gjarnan vilja fá tækifæri til að klæða Katrínu.

„Katrín er ekki jafn einstök og Díana var. Hún býður ekki upp á spennuna, óvissuna og varnarleysið sem Díana prinsessa bauð upp á. Hún er að uppfylla hlutverk hinnar fullkomnu tengdadóttur. Hún er mjög hlýðin,“ sagði stílistinn og fatahönnuðurinn í samtali við Irish Independend.

Costelloe segist þó gjarnan vilja fá tækifæri til þess að hjálpa hertogaynjunni með fatavalið.

„Það væri frábært ef hún myndi klæðast hönnun minni.“

Costelloe starfaði fyrir prinsessuna frá árinu 1982.
Costelloe starfaði fyrir prinsessuna frá árinu 1982. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Díana prinsessa var mikil tískufyrirmynd á sínum tíma, en hér …
Díana prinsessa var mikil tískufyrirmynd á sínum tíma, en hér er hún í kjól frá Christinu Stambolian. Ljósmynd / skjáskot Variety
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál