Svona eru háu stígvélin klæðilegust

Goldie Hawn og Olivia Palermo þykja kunna þá list að …
Goldie Hawn og Olivia Palermo þykja kunna þá list að klæðast háum stígvélum. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Olivia Palermo er talin sérlega smart, en hún kann svo …
Olivia Palermo er talin sérlega smart, en hún kann svo sannarlega að klæðast háum stígvélum. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail


Himinhá stígvél hafa verið vinsæl undanfarið, en þau voru sérlega áberandi á tískupöllunum þegar haust og vetrartískan var sýnd.

Margar konur þora ekki að klæðast slíkum stígvélum, og segjast ekki vera nógu hávaxnar eða ekki vita við hvað slíkur skófatnaður passar.

Tískuspekúlantar á vegum Daily Mail segja að allir geti þó fundið sér há stígvél við hæfi. Þó er gott að hafa örfáa hluti í huga, enda vilja fæstir minna á karakter Juliu Roberts í kvikmyndinni Pretty Woman.

Goldie Hawn leit glæsilega út í sínum stígvélum.
Goldie Hawn leit glæsilega út í sínum stígvélum. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Endilega:

Paraðu stígvélin við látlausan klæðnað, svo sem snyrtilegt, þröngt pils eða þröngar gallabuxur og stóra prjónapeysu.

Skapaðu mótvægi með því að klæðast flíkum sem hylja efri hluta líkamans. Prufaðu til dæmis rúllukragapeysur og langerma toppa við leggings eða stutt pils. Passið bara að pilsið sé ekki of stutt.

Parið saman við hnésíð pils, og kjóla, sem ná ögn niður fyrir brún stígvélina. Þegar þú gengur um getur glitt í svolítið hold.

Veljið svört, grá eða vínrauð stígvél en þau smellpassa inn í hausttískuna. Einnig er best að velja stígvél úr mjúku leðri eða rúskinni.

Ekki:

Jennifer Lopez þótti víst ekki standast próf tískulögreglunnar.
Jennifer Lopez þótti víst ekki standast próf tískulögreglunnar. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Ekki velja stígvél sem eru of þröng, eða of víð. Mikilvægt er að þau séu ekki það víð að þau blakti í kringum hnén. Einnig skal forðast stígvél sem eru níðþröng.

Ekki velja stígvél sem eru of djörf, áberandi á litinn eða mikið skreytt.

Ekki gleyma að taka lengd fótleggjanna með í reikninginn. Ef leggirnir eru langir og grannir má notast við flatbotna stígvél. Konur sem eru lágvaxnar ættu að velja stígvél með svolitlum hæl.

Ekki klæðast himinháum stígvélum við ákaflega stutt pils (munið Juliu Roberts).

Miðaðu við að stígvélin nái ekki hærra en þrjá til sex sentímetra fyrir ofan hnén. Hærri stígvél eiga á hættu að virka ófáguð og óklæðileg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál