Förðun fyrir þroskaða húð

Það er að ýmsu að huga þegar förðun er annars …
Það er að ýmsu að huga þegar förðun er annars vegar. Ljósmynd / Getty Images

Flestar okkar lærðum við að farða okkur á unglingsárunum og höfum glaðar notast við sömu brögðin síðan þá. Húðin breytist þó með aldrinum, eins og við þekkjum, og því nauðsynlegt að uppfæra vinnubrögðin endrum og sinnum. Mirror spurði nokkra förðunarfræðinga ráða.

Baugahyljari
Forðist að bera glansandi, ljósan baugahyljara undir augun. Hyljarinn á það á hættu að koma illa út, sér í lagi á ljósmyndum. Betra er að notast við mattan hyljara.

Hugaðu að kinnalitnum
Konur halda gjarnan að kinnalitur eigi að fara á epli kinnanna, sem er gott og blessað fyrir konur á þrítugs- og fertugsaldri. Gott getur verið að setja kinnalitinn örlítið ofar á kinnbeinið. Þá getur einnig verið gott að notast við blauta kinnaliti, enda eiga kinnarnar til að vera þurrar.

Hristu upp í litunum
Hlýir litir, eins og gylltir og brúnir tónar, geta orðið til þess að grátt hár virðist litlaust og guggið. Kaldir litir, svo sem ljóspurpurarauður og ísblár eru fallegir. Þó er best að forðast mjög glansandi, eða málmkennda liti og áferð.

Krullið augnahárin
Augnahárin eiga það til að verða gisin og líflaus með árunum. Þá getur verið stórgott að bretta upp á þau með góðum augnhárabrettara. Það opnar augun og birtir yfir svipnum.

Ekki gleyma augnahárunum
Gott er að fylla inn í augabrúnirnar með þar til gerðum lit eða blýanti. Varist þó að lita þær of dökkar, en það getur orsakað hörkulegt yfirlit.

Prufið „primer“
„Primer“ er vara sem undirbýr húðina fyrir farða. Bæði minnkar hann ásýnd hrukka og fínna lína, auk þess sem förðunarvörurnar tolla betur á.

Munið eftir rakakreminu
Eftir tíðahvörf á húð kvenna til að þorna. Þá er mun mikilvægara en ella að notast við gott rakakrem. Sér í lagi áður en farði er borinn á húðina.

Ekki segja skilið við varalitinn
Það er alger óþarfi að leggja varalitnum. Þó er gott að hafa í huga að dökkur litur getur orðið til þess að varirnar virðast þynnri. Þá getur einnig verið gott að notast við „primer“, en hann kemur í veg fyrir að liturinn smitist í línurnar umhverfis varirnar.

Farðu varlega í farðann
Þú gætir haldið að þú þurfir meiri farða eftir fimmtugt, en þykkt lag af meiki er ekki alltaf lausnin. Farðinn á það til að setjast í fínar línur og hrukkur, auk þess sem hann gerir húðþurrk áberandi.

Ekki missa þig í hyljaranum
Ekki fara offörum í hyljaranum. Best er að nota lítið í einu, bera beint á svæðið sem á að hylja og blanda síðan við farðann. Betra er að það sjáist örlítið í misfelluna, í staðinn fyrir að förðunin sé klesst og kekkjótt.

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál