Svona lengi endast förðunarvörurnar

Förðunarvörur geta haft slæm áhrif á húðina ef þær eru …
Förðunarvörur geta haft slæm áhrif á húðina ef þær eru ekki notaðar rétt. mbl.is

Förðunarvörur hafa ákveðinn líftíma, sem í mörgum tilfellum er styttri en þig gæti grunað. Til að mynda hefur maskari þriggja mánaða líftíma eftir að hafa verið opnaður, en naglalakk geymist í hálft ár.

Það var vefurinn Choice sem stóð fyrir rannsókninni, en fram kemur að vörur sem innihalda náttúruleg eða lífræn innihaldsefni endist skemur en vörur sem eru stútfullar af kemískum efnum. Þá endast krem í umbúðum með pumpu betur heldur en krem sem geymd eru í hefðbundnum krukkum, enda stanslaust verið að stinga ofan í þau fingrunum.

Vara- og augnblýanta má þó nota út í hið óendanlega samkvæmt rannsókninni.

Líftími snyrtivara eftir opnun:

Svitalyktareyðir: 6 mánuðir
Sólarvörn: 6 mánuðir
Rakakrem: 6 mánuðir
Maskari og blautur augnlínupenni: 3 mánuðir
Naglalakk: 6 mánuðir
Naglalakkseyðir: Rennur ekki út
Brúnkukrem: 6 mánuðir
Shampoo og hárnæring: 6 mánuðir
Vara- og augnblýantar: Rennur ekki út

Hér má sjá líftíma nokkurra vinsælla snyrtivara.
Hér má sjá líftíma nokkurra vinsælla snyrtivara. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál