Hefur stundað lyftandi húðmeðferð í 25 ár

Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir viðskiptafræðingur.
Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir viðskiptafræðingur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir viðskiptafræðingur hefur alltaf hugsað sérstaklega vel um húðina á sér. Þegar við hittumst á dögunum og ég fór að spyrja hana að leyndarmálinu á bak við unglega húð kom í ljós að hún hefur stundað Guinot-snyrtistofu í 25 ár og segist alls ekki vera hætt. Þetta sé hennar leið til að viðhalda frísklegu og unglegu útliti enda sé meðferðin hjá Guinot eins og andlitslyfting án skurðaðgerðar. 

„Ég hef alltaf hugsað vel um húðina á mér og fékk þær upplýsingar frá snyrtifræðingi í kringum tvítugsaldur að það væri besta forvörnin að byrja snemma að hugsa vel um húðina. Ég hef farið eftir því mjög samviskusamlega,“ segir Þórdís Björk. 

Þegar ég spyr Þórdísi Björk að því hvað henni finnist andlitsmeðferðin helst gera fyrir húðina segir hún að það sé svolítið mismunandi eftir árstíma. 

„Meðferðirnar eru mismunandi og það fer eftir því á hvaða árstíma meðferðin er. Í desember fer ég oftast í sýrumeðferð og rakameðferð. Svo fer ég mjög reglulega allt árið í lyftandi og stinnandi andlitsmeðferðir í Hydradermie LIFT-tækinu frá Guinot,“ segir hún. 

Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir.
Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Björk mætir einu sinni í mánuði á Guinot-snyrtistofu til að viðhalda árangrinum. Hún segir svolítið mismunandi hvaða andlitsmeðferðir hún fari í. 

„Stundum fer ég í nokkrar meðferðir í röð, en eins og eg sagði áður þá fer ég alltaf einu sinni í mánuði í Hydramermie LIFT, til að viðhalda árangrinum,“ segir hún. 

Þegar ég spyr Þórdísi Björk hverju það hafi breytt að stunda andlitsmeðferðina hjá Guinot segir hún að meðferðin komi í veg fyrir litaflekki og ýmislegt fleira. 

„Þessi andlitsmeðferð hefur gert það að verkum að ég hef enga litaflekki og rakastig húðarinnar er mjög gott miðað við minn aldur. Ég tel að ástæðan fyrir því að ég er nánast laus við hrukkur séu bæði snyrtivörunum og andlitsmeðferðunum að þakka.“

Eru allar konurnar í kringum þig í þessari andlitsmeðferð eða nota þær aðrar aðferðir til að vinna bug á ellikerlingu?  

„Konur sem vilja viðhalda heilbrigðri húð sækja í Hydradermie LIFT reglulega. Ég hef góða reynslu af Guinot-vörunum og held að ástand minnar húðar segi ansi mikið. Ég ferðast til dæmis alltaf með maska til þess að fyrirbyggja þurrkun og þreytu í húðinni,“ segir Þórdís Björk. 

Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir.
Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hefur þú einhvern tímann prófað eitthvað annað til þess að líta betur út? 

„Ég hef að staðaldri hugsað vel um mig, nært mig með hollu fæði og síðustu ár hef ég verið dugleg að fara í ræktina. Hvers konar hreyfing er frábær fyrir húðina og ef ég vil líta sérstaklega vel út þá sé ég til þess að ræktin sé í forgangi. Ég hef einnig tekið eftir að góðar fitur hafa mikil áhrif á mína húð og því hugsa ég vel um hvernig ég vel matinn sem neyti.“

Spurð nánar út í hreyfingu segir Þórdís Björk að hún lyfti lóðum þrisvar í viku og fari fimm sinnum í viku í róðravél. 

„Ég hef líka verið að sækja tíma í Rope Yoga, en það hjálpar mér til að núllstilla mig og ná fókus.“

Auk þess að hreyfa sig allt að fimm sinnum í viku hugsar Þórdís Björk vel um mataræðið. 

„Ég borða aldrei svínakjöt og ég vel hollustu fram yfir ruslfæði. Vissulega leyfi ég mér ýmislegt, en þá alltaf í litlu magni og sjaldan. Ég hef alla tíð verið lítið fyrir mjólkurvörur, að undanskildu íslensku smjöri.“

Finnst þér konur vera uppteknar af því að líta vel út?  

„Já og nei. Ég upplifi að nútímakonan sé að leitast við að finna jafnvægi í þessu flókna kröfuharða umhverfi sem við búum í. Að líta vel út snýst um að hugsa vel um sig og gefa sér tíma til að njóta.  Að hugsa vel um líkama og sál er birtingarmynd á því hvernig manneskjunni raunverulega líður og er eins mikilvægt og að halda híbýlum okkar hreinum.“ 

Eru konur til í að gera hvað sem er til að líta vel út?  

„Ég get ekki svarað fyrir aðrar konur. Sumar konur geisla einsfaldlega því þær eru sáttar. Ég veit að ef ég hugsa um að næra mig andlega og líkamlega þá líður mér vel í eigin skinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál