Vertu þokkafull í blúndu um jólin

Einstaklega fallegur rúllukragabolur úr blúndu úr versluninni Vila. Bolurinn passar …
Einstaklega fallegur rúllukragabolur úr blúndu úr versluninni Vila. Bolurinn passar bæði við buxur og pils en mikilvægt er að klæðast fallegum brjóstahaldara, top eða hlýrabol undir. Vila.

Fatnaður úr blúndu verður afar áberandi yfir hátíðirnar enda bæði rómantískt að klæðast blúndu sem og þokkafullt.

Blúndan fer nánast aldrei úr tísku og því er um að gera að varðveita klassíska mola í fatasklápnum eins og blúndukjóla, blússur, boli og þess háttar.

Við kíktum á nokkrar klassískar flíkur þar sem blúnda kemur við sögu.

Dásamlega rómantískur og hátíðlegur blúndukjóll sem einnig má nota við …
Dásamlega rómantískur og hátíðlegur blúndukjóll sem einnig má nota við önnur tilefni eins og brúðkaup og þess háttar. Zara
Fallegur hlýrabolur með einföldum blúndukanti. Bolurinn er fallegur undir blazer …
Fallegur hlýrabolur með einföldum blúndukanti. Bolurinn er fallegur undir blazer eða grófa jakkapeysu sem dæmi. Vero Moda.
Hér mætist leður og blúnda en það verður ekki mikið …
Hér mætist leður og blúnda en það verður ekki mikið flottara. Glæsilegur partýkjóll úr versluninni Zöru. Zara
Afar klassískur þröngur blúndukjóll sem klæða má upp og niður …
Afar klassískur þröngur blúndukjóll sem klæða má upp og niður með skóm og skarti. Vila
Það er fátt fallegra en blúndunærföt. Þetta rómantíska jólasett er …
Það er fátt fallegra en blúndunærföt. Þetta rómantíska jólasett er úr versluninni Lindex. Lindex
Þennan má nota stakan eða sem undirkjól, eða náttkjól ef …
Þennan má nota stakan eða sem undirkjól, eða náttkjól ef því er að skipta. Vero Moda
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál