Silkikoddaver minnkar hrukkur í andliti

Það fer betur með hrukkurnar í andlitinu að sofa á …
Það fer betur með hrukkurnar í andlitinu að sofa á silkikodda. Ljósmynd/StockPhotos

Konur og karlar verja í auknum mæli tíma og fjármunum í ýmiss konar andlitskrem til að verja húðina fyrir streituvöldum sem flýta fyrir öldrun húðarinnar. Sól, kuldi og núningur gera lítið fyrir húðina ef við viljum hafa hana slétta og hrukkulausa. 

Þegar konur eru komnar á ákveðinn aldur skiptir ákaflega miklu máli að huga að þessum þáttum. Hver vill ekki gera eitthvað sem kemur í veg fyrir ótímabæra öldrun? Það þarf ekki alltaf að vera flókið og alls ekki dýrt heldur. 

Eitt skref í mikilvægri húðvernd er að sjá til þess að húðin fái næringu og raka fyrir svefninn, að andlitið sé þrifið áður en við leggjumst á koddann. Vel nærða og raka húð má bera saman við mjúkt náttúrulegt silki.  

Þrátt fyrir að húðin sé vel nærð af raka fyrir svefninn eru miklar líkur á að rakinn og virku efnin þeirra krema sem notuð eru nuddist inn í hefðbundið koddaver eins og gerist þegar við sofum á bómullar- eða hörkoddaverum. Það leiðir til þess að það dregur töluvert úr virkni húðvaranna. Það segir sig sjálft að það er náttúrlega alls ekki nógu gott því það er ómögulegt að bera á sig krem sem enda svo öll í koddaverinu. 

Silkikoddi frá Holisticsilk með Liberty-mynstri. Hægt er að fá silkikoddann …
Silkikoddi frá Holisticsilk með Liberty-mynstri. Hægt er að fá silkikoddann í hvítu og kremuðu á Guinot-snyrtistofunni á Grensásvegi. Hverju koddaveri fylgir lavenderpoki sem hafður er inni í koddanum á meðan fólk sefur. Lavender-pokinn er tekinn út á meðan koddaverið er þvegið.

Með því að sofa á silkikodda má koma í veg fyrir það og tryggja að hægt sé að viðhalda vel nærðri og rakri húð á meðan við sofum. 

En hvernig kemur silkikoddinn í veg fyrir að húðvörur fari til spillis og hrukkur myndist?

Þakka má hinum frábæru eiginleikum silkisins, sem er óaðfinnanlegt og náttúrulegt efni. Vegna mýktar silkisins verður húðin ekki fyrir sama núningi samanborið við önnur hefðbundin koddaver sem geta framkallað línur eða hrukkur í andliti. Með langvarandi notkun silkikoddans geta línur í andliti eftir nætursvefn snarminnkað og orðið minna áberandi. Það sem ekki er síður mikilvægt er að eftir nætursvefn með silkikoddanum haldast kremin á húðinni i stað þess að fara inn í koddaverið.

Silkikoddaverin eru án ofnæmisvaka og eru gerð úr 100% náttúrulegu þungu gæðasilki. Það fer þó ekki bara vel með húðina að sofa á silkikodda því það er einnig gott fyrir hárið og býr ekki til hreiður í hnakkanum. 

Ljósmynd/StockPhotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál