Dró fram fjögurra ára gamla kápu

Katrín, Karlotta, Georg og Vilhjálmur fóru í messu í Berkshire.
Katrín, Karlotta, Georg og Vilhjálmur fóru í messu í Berkshire. AFP

Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge, er þekkt fyrir afar fágaðan klæðaburð en hún er tískufyrirmynd kvenna um gervallan heim.

Þrátt fyrir að Katrín hafi meira fé á milli handanna en flestir nýtir hún fötin sín vel, enda alger synd að láta gersemarnar daga uppi inni í skáp.

Á jóladag skellti konungsfjölskyldan sér í messu, og klæddist hertogaynjan forláta vínrauðri kápu í tilefni dagsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Katrín skartar kápunni góðu, en hún sást fyrst opinberlega í henni á Valentínusardag árið 2012. Hún klæddist kápunni svo aftur um jólin sama ár.

Eins og fram kemur í frétt Vogue er kápan frá tískumerkinu Hobbs, en hertogaynjan skellti vínrauðum skinnkraga á hana til hátíðarbrigða.

Karlotta litla var einnig í sínu fínasta pússi.
Karlotta litla var einnig í sínu fínasta pússi. AFP
Hér sést kápan góða betur að aftan.
Hér sést kápan góða betur að aftan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál