6 lykilflíkur Katrínar

Katrín Middleton er ávallt flott til fara.
Katrín Middleton er ávallt flott til fara. AFP

Margt og mikið hefur verið skrifað um klæðaburð Katrínar, hertogaynju af Cambridge, enda þykir hún ein best klædda kona heims.

Tískuspekúlantar Daily Mail rýndu í klæðnað Katrínar, og komust að því að fataskápurinn hennar inniheldur sex týpur af lykilflíkum og fylgihlutum.

Kápur með belti
Katrín þarf að vera mikið á ferðinni í allskyns opinberum heimsóknum, sem gjarnan fara fram utandyra. Þá er gott að eiga góða kápu. Katrín á fjöldann allan af kápum í öllum mögulegum litum og gerðum, sem gjarnan eru skreyttar beltum.

Frétt mbl.is: Dró fram fjögurra ára gamla kápu

Hér má sjá eina af kápum Katrínar.
Hér má sjá eina af kápum Katrínar. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Hér má sjá kápu sem er í miklu uppáhaldi hjá …
Hér má sjá kápu sem er í miklu uppáhaldi hjá Katrínu. AFP

Húðlitaðir hælaskór
Katrín virðist ekki fá nóg af 26 þúsund króna skónum sínum frá LK Bennett, sem hún hefur skartað við hin ýmsu tilefni. Þá á hún einnig önnur skópör í svipuðum stíl.

Hertogaynjan kann að meta skó í ljósum litum.
Hertogaynjan kann að meta skó í ljósum litum. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Ferhyrnd veski
Hertogaynjan er iðulega með handveski, til að halda utan um allar sínar helstu nauðsynjar. Hún er þó aldrei með axlarveski, eða stærðarinnar poka fyllta af drasli. Þess í stað skartar hún gjarnan ferhyrndum og penum handtöskum. Katrín á veski í öllum mögulegum litum og gerðum, en heldur sig þó oftast við svört eða blá.

Hertogaynjur þurfa víst líka að geyma hafurtaskið sitt einhversstaðar.
Hertogaynjur þurfa víst líka að geyma hafurtaskið sitt einhversstaðar. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Blúndukjólar
Nýlega hefur hertogaynjan tekið upp á því að klæðast blúndukjólum við hin ýmsu tækifæri, enda fara þeir henni sérlega vel.

Katrín klæddist þessum gullfallega blúndukjól frá Dolce & Gabbana í …
Katrín klæddist þessum gullfallega blúndukjól frá Dolce & Gabbana í sumar. Ljósmynd / skjáskot ELLE

Praktísk lengd
Katrín sést aldrei í kjólum sem eru mikið styttri en niður að hnjám, en lítur þó alls ekki út fyrir að vera lummuleg. Þetta gerir hertogaynjan með því að klæðast kjólum í skærum og áberandi litum, eða mynstrum, sem draga athyglina frá síddinni.

Í júlí klæddist Katrín forláta blúndukjól frá Sophie Hallett, en …
Í júlí klæddist Katrín forláta blúndukjól frá  Sophie Hallett, en hann er í dæmigerðri lengd fyrir hertogaynjuna. Ljósmynd / skjáskot ELLE

Blóm
Katrín á gríðarstórt safn hatta, sem margir hverjir eru skreyttir með blómum. Það dugar ekkert minna fyrir konungbornar dömur.

Frétt mbl.is: 10 dýrustu flíkurnar sem Katrín klæddist á árinu

Hattar Katrínar eru gjarnan skreyttir blómum.
Hattar Katrínar eru gjarnan skreyttir blómum. Ljósmynd / skjáskot ELLE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál