Konur landsliðsmanna á toppnum

Eig­in­kon­ur, unnust­ur og kær­ustu landsliðsmanna kunna að klæða sig. Sum­ar …
Eig­in­kon­ur, unnust­ur og kær­ustu landsliðsmanna kunna að klæða sig. Sum­ar þeirra hafa fok­dýr­an smekk.

2016 var ansi hresst tískuár á Smartlandi. Þegar listinn yfir mest lesnu tískufréttir ársins er skoðaður kemur í ljós að Konur landsliðsmanna með dýran smekk skoraði hæst. Í fréttinni var sagt frá töskukaupum eiginkenna landsliðsmanna í fótbolta en á EM í Frakklandi í sumar var Chaneltöskum flaggað. Meðalverð á Chanel-tösku er um 500.000 kr. en auðvitað er hægt að kaupa miklu dýrari og líka auðvitað ódýrari. Eftir að gengið styrktist um 15% 2016 gefur auga leið að kaup á slíku góssi eru miklu hagkvæmari núna en um síðustu áramót. 

Ingi­björg Elsa Ingj­alds­dótt­ir í Hvíta húsinu með eiginmanni sínum og …
Ingi­björg Elsa Ingj­alds­dótt­ir í Hvíta húsinu með eiginmanni sínum og Michelle Obama.

Önnur mest lesna tískufrétt ársins var fréttin um Ingibjörgu Elsu Ingjaldsdóttur eiginkonu Sigurðar Inga forsætisráðherra. Forsætisráðherrafrúin mætti í buxum

„For­sæt­is­ráðherra­frú­in Ingi­björg Elsa Ingj­alds­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri mætti í svört­um bux­um, hvítri skyrtu og í grá­um jakka til fund­ar við Obama-hjón­in í hvíta hús­inu. Við dressið var hún með svarta fín­gerða tösku frá am­er­íska fata­hönnuðinum Michael Kors og í svört­um skóm. Hún hafði hárið í tagli,“ sagði í frétt Smartlands. 

Kaffe-buxurnar hafa rokið úr hillunum undanfarið.
Kaffe-buxurnar hafa rokið úr hillunum undanfarið. Ljósmynd / skjáskot Run.is

Smartland sagði líka frá vinsælustu flík ársins sem eru buxur frá Kaffe. Um er að ræða síðbuxur sem eru með síðu klofi og þykja frekar klæðilegar. Þessum buxum hefur verið mokað út í bílförmum í tískuverslunum landsins en það er heildverslunin Rún sem flytur þær inn. 

„Þetta eru bara svo þægi­leg­ar bux­ur. Þær eru úr jogg­ingefni að aft­an, þannig að þær teygj­ast vel og passa flest­um. Svo eru þær ótrú­lega smart. Sniðið hent­ar eig­in­lega öll­um, hvort sem þú ert grann­ur eða með eitt­hvað utan á þér. Það skipt­ir engu máli,“ seg­ir Anný Rut Hauks­dótt­ir, sem starfar hjá heild­söl­unni Rún. 

Victoria Beckham hefur tekið miklum breytingum.
Victoria Beckham hefur tekið miklum breytingum. mbl.is/AFP

Victoria Beckham kom við sögu á Smartlandi en klæðaburður hennar hefur breyst mjög mikið síðustu ár. Hún fór úr því að vera heltönuð með aflitað hár og risavaxin gervibrjóst í að verða föl, dökkhærð með nettan barm. Þvílíkur munur á einni konu

Kim Kardashian tók þessa mynd af sér við fossinn Geysi.
Kim Kardashian tók þessa mynd af sér við fossinn Geysi.


Kardashian-fjölskyldan kom til Íslands síðasta sumar. Á ferð sinni um landið gerði fjölskyldan stórinnkaup. Þau til dæmis keyptu öll sýnishorn iglo+indi. 

„Kar­dashi­an producti­on-teymið hafði sam­band við okk­ur eft­ir að Kourt­ney Kar­dashi­an labbaði fram hjá búðinni okk­ar á Skóla­vörðustíg í Íslands­heim­sókn­inni frægu og sá gullslána í glugg­an­um,“ seg­ir Helga Ólafs­dótt­ir, yf­ir­hönnuður ís­lenska barnafata­merk­is­ins iglo+indi. Í glugg­an­um var sýn­is­horn af gullslánni sem er í jóla­lín­unni í ár. 

Fréttakonan Ros Child klæddist þessari blússu í fréttatíma í gærkvöldi …
Fréttakonan Ros Child klæddist þessari blússu í fréttatíma í gærkvöldi á ABC sjónvarpsstöðinni. Ljósmynd/ABC

Svo voru það dónaleg föt sem komust í fréttir. 

Mikl­ar umræður hafa átt sér stað á net­inu í dag vegna skyrtu sem frétta­kon­an Ros Child klædd­ist í frétt­um ABC frétta­veit­unn­ar í gær­kvöldi. Að mati ým­issa sjálf­skipaðra sér­fræðinga er skyrt­an frem­ur spaugi­leg þar sem vas­ar fram­an á skyrt­unni líkj­ast brjóst­um og svo virðist sem ein­hver snill­ing­ur hafi tekið sig til og tússað brjóst á skyrt­una,“ sagði í frétt á Smartlandi. 

Skjáskot af Mail Online. Jennifer Lopez klæddist þessum sérstaka kjól …
Skjáskot af Mail Online. Jennifer Lopez klæddist þessum sérstaka kjól á dögunum.

Söngvarinn Jennifer Lopez klæddist nokkrum áhugaverðum flíkum á árinu. Þar á meðal þessum kjól. 

„Jenni­fer Lopez er þekkt fyr­ir glæsi­leg­an lík­ama sem hún er óhrædd við að sýna. En á dög­un­um sýndi Lopez sér­stak­lega mikið hold við tök­ur á American Idol. Lopez klædd­ist kjól úr smiðju Fausto Pugl­isi en kjóll­inn bleiki vakti mis­jöfn viðbrögð,“ sagði í frétt á Smartlandi. 

Þessi jakki var hannaður af tískuritstjóra Euroman sem þykir mjög …
Þessi jakki var hannaður af tískuritstjóra Euroman sem þykir mjög flottur náungi. mbl.is

Það voru þó ekki bara bleikir vansniðnir kjólar sem komust í fréttir á árinu. Jakki frá 66°Norður komst í fréttir en hann var hannaður af tískuritstjóra Euroman í samstarfi við fyrirtækið. 

„Um er að ræða nýj­an jakka sem hönn­un­art­eymi 66°Norður og tísku­rit­stjóri Eurom­an, Fredrik And­er­sen, hönnuðu í sam­ein­ingu. Jakk­inn er hannaður með það fyr­ir aug­um að hægt sé að klæðast hon­um t.d. und­ir frakka en einnig ein­an og sér. Jakk­inn er ein­angraður með Primaloft Gold efn­inu og því til­val­inn í kald­ari veðrum. 400 jakk­ar voru í boði til áskrif­enda Eurom­an í Dan­mörku á sér­stöku til­boði og voru þeir ekki lengi að selj­ast upp.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál