Tískufyrirmyndirnar sem kvöddu á árinu

Margar tískufyrirmyndir kvöddu á árinu sem er að líða.
Margar tískufyrirmyndir kvöddu á árinu sem er að líða. Ljósmynd / Pinterest

Árið sem senn líður undir lok hefur verið sérlega grimmilegt, enda hefur það hrifið með sér margar af helstu stjörnum samtímans.

Tískuritið Vogue tók saman lista yfir helstu tískufyrirmyndirnar sem kvöddu árið 2016.

Prince
Tónlistarmaðurinn Prince var sérlega áhrifamikill í tískunni. Hann var þekktur fyrir skrautlegan stíl sem gerði mörkin á milli kven- og karlfatnaðar óskýr. Þá klæddist hann gjarnan þröngum buxum, víðum blússum og háhæluðum skóm. Fjólublái liturinn var einnig afar áberandi.

Prince var mikið tískuíkon.
Prince var mikið tískuíkon. Skjáskot / Vogue

David Bowie
Stíll David Bowie var oft á tíðum afar skrautlegur, sem og fjölbreytilegur. Í gegnum tíðina tók fatastíll og tískuvitund Bowies miklum breytingum í takt við tónlist hans. Flestir muna til að mynda eftir Ziggy Stardust-múnderingunum og förðuninni. Á sínum tíma sást hann til að mynda í glimmersamfestingum og þykkbotna skóm.

David Bowie setti mark sitt á tískuna.
David Bowie setti mark sitt á tískuna. Skjáskot / Vogue

Leonard Cohen
Stíll hins kanadíska Leonard Cohen var talsvert frábrugðinn stíl ofangreindra tónlistarmanna. Hann var ávallt vel til hafður og var þekktur fyrir að ganga í rúllukragabolum, snyrtilegum frökkum og með hatt.

Cohen var mikill snyrtipinni.
Cohen var mikill snyrtipinni. Skjáskot / Vogue

Zsa Zsa Gabor
Ef það var ekki fegurð og vitsmunir leikkonunnar sem héldu aðdáendum, sem og átta eiginmönnum, við efnið var það svo sannarlega smekkur hennar fyrir fögrum og vönduðum munum. Þá var leikkonan sérlega hrifin af demöntum, loðfeldum og sérsaumuðum hátískufatnaði. Ekki er ólíklegt að ofurdívan Mariah Carey og Paris Hilton hafi sótt innblástur til Gabor.

Zsa Zsa Gabor var mikið gefin fyrir lúxus.
Zsa Zsa Gabor var mikið gefin fyrir lúxus. Skjáskot / Vogue

China Machado
China Machado var fyrsta litaða fyrirsætan til að prýða forsíðu bandarísks tískurits, en hún var að kínverskum, portúgölskum og indverskum ættum. Machado veitti fjölmörgum tískuhönnuðum innblástur, svo sem Hubert de Givenchy og Christian Dior. Þess að auki var hún góðvinkona Pablo Picasso og Andy Warhol.

Fyrirsætan og ritstjórinn China Machado var listagyðja Hubert de Givenchy …
Fyrirsætan og ritstjórinn China Machado var listagyðja Hubert de Givenchy og Christian Dior. Skjáskot / Vogue

Muhammad Ali
Ali sást gjarnan fáklæddur inni í hringnum, en utan hans var hann gjarnan ákaflega vel klæddur. Ali var ekki yfir það hafinn að ganga í áberandi loðkápum, en hann var einnig hrifinn af jakkafötum og fallegum höttum.

Muhammad Ali var gjarnan fínn í tauinu.
Muhammad Ali var gjarnan fínn í tauinu. Skjáskot / Vogue
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál