Vilja stærri rassa og minni geirvörtur

Lýtalæknar segja konur vilja stærri rassa og minni brjóst.
Lýtalæknar segja konur vilja stærri rassa og minni brjóst. Ljósmynd / Getty Images

Það finnast víst tískustraumar í fegrunarlækningum, eins og öðru, en lýtalæknar hafa gefið út hvað verður vinsælt að láta krukka í á næsta ári.

Samkvæmt frétt Daily Mail spá lýtalæknar því að 2017 verði ár hinnar brasilísku bossaaðgerðar, en spurn eftir slíkum aðgerðum hefur aukist um 500%. Það þarf kannski ekki að undra, enda hafa stjörnur eins og Kim Kardashian og systur hennar verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár.

Konur virðast aldrei vera ánægðar með líkama sinn, og engin takmörk fyrir því sett hvað þær eru tilbúnar að leggur á sig til þess að uppfylla ákveðna útlitsstaðla. Lýtalæknar segja að í dag vilji konur náttúrulegri brjóst og að stóru sílikonfylltu brjóstin þyki ekki lengur móðins. Þá spá þeir því að konur eigi eftir að koma í hrönnum á lýtalæknastofur í þeim tilgangi að láta minnka geirvörtur sínar, sem og brjóst. Já ekki er öll vitleysan eins.

Kim Kardashian og systur hennar eru ófeimnar við að flagga …
Kim Kardashian og systur hennar eru ófeimnar við að flagga bossunum. Ljósmynd/Mertalas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál