Náttúruleg hársápa á einfaldan máta

Það er alls ekki nauðsynlegt að rjúka til og kaupa …
Það er alls ekki nauðsynlegt að rjúka til og kaupa fokdýrar hárvörur. Stundum er einfaldleikinn bara bestur. Ljósmynd / Getty Images

Mínimalískur og umbúðalaus lífstíll hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, sem og umhverfisrækt. Margir eru að átta sig á því að það þarf ekki endilega að kaupa rándýrar, plastpakkaðar og kemískar vörur dýrum dómum til að dekra við sig, heldur má einfaldlega skella í svolítið DIY með vörum úr eldhúsinu.

Eins og sjá má á vef Popsugar má vel nota te til þess að lappa upp á lokkana, enda er það stútfullt af andoxunarefnum og öðru góðgæti.

Náttúruleg „hársápa“ með kamillu

Það sem til þarf:

2 pokar kamillute
1 bolli sjóðandi vatn
1 tsk. eplaedik
1 kúffull msk. hunang

Svona berðu þig að:

Hitaðu vatnið að suðu. Settu tepokana og hunangið í hitaþolna skál og bættu vatninu út í. Hrærðu í þessu þar til hunangið hefur leyst upp. Leyfið blöndunni að kólna áður en eplaedikinu er blandað út í.

Svona er blandan notuð:

Bleyttu hárið vel og berðu helminginn af hársápunni í hárið. Nuddaðu hársvörðinn vel og vandlega og bættu hinum helmingnum við.

Kamillan hjálpar til við að hreinsa hársvörðinn, án þess að eyða náttúrulegum olíum. Þá hefur hún róandi og bólgueyðandi áhrif og er blandan því frábær fyrir þá sem eru með viðkvæman hársvörð.

Kamillute er til ýmissa hluta nytsamlegt.
Kamillute er til ýmissa hluta nytsamlegt. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál