Endurnýtti 214 þúsund króna kápu

Katrín skartaði forláta loðhúfu.
Katrín skartaði forláta loðhúfu. Skjáskot / Daily Mail

Katrín hertogaynja af Cambridge er þekkt fyrir fágaðan fatastíl, en hún er líka þekkt fyrir að nýta flíkurnar sínar vel.

Á sunnudaginn skellti Katrín sér í kirkju ásamt eiginmanni sínum, Elísabetu drottningu, Filippusi prins og fleirum, og skartaði í tilefni þess forláta grænni kápu frá Sportmax.

Kápan er ekki ný eins og fram kemur í frétt Daily Mail, en Katrín klæddist henni einnig á jóladag árið 2015. Þá klæddist hún svörtum stígvélum og grænum hatti við hina klassísku yfirhöfn sem kostaði rúmar 214 þúsund krónur.

Kápan er augljóslega ekki dottin úr tísku, en hertogaynjan paraði hana saman við gráan loðhatt og háhælaða skó þegar hún klæddist henni á dögunum.

Katrín á prýðilegt safn af ullarkápum.
Katrín á prýðilegt safn af ullarkápum. Skjáskot / Daily Mail
Katrín klæddist kápunni síðast opinberlega árið 2015.
Katrín klæddist kápunni síðast opinberlega árið 2015. Skjáskot / Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál