Er hægt að losna við hrukkur í kringum munn?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í hrukkur í kringum munninn. 

Sæl Þórdís.

Mig langa að vita hvort hægt er að taka hrukkur í kringum varir án þess að fara í sprautur með fyllingarefni eða leizer. Hvað það myndi kosta ef það er hægt?

Kveðja,

ein að pæla

Sæl og takk fyrir spurninguna,

Hrukkur í kringum varir getur verið erfitt að meðhöndla og láta alveg hverfa ef þær eru djúpar. Það er hægt að slípa þær niður með sérstöku áhaldi sem flestir lýtalæknar eiga. Þá verður húðin rauð með yfirborðsrispum. Það getur tekið nokkrar vikur að jafna sig að fullu, húðin lengi vel rauð og einstaka sinnum geta komið litabreytingar. Við lasermeðferð eða sýrumeðferðir getur í raun það sama gerst! En við þessar meðferðir er farið misdjúpt ofan í húðina, því dýpra sem farið er því lengur er verið að jafna sig en þá er árangurinn betri.

Alltaf best að hitta lýtalækni og spjalla við hann um hvað sé best í þínu tilviki.

Gangi þér vel!

Bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir Lýtalæknir.                 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál