Klæðskeri Michelle Obama leysir frá skjóðunni

Barack og Michelle Obama eru ávallt í vel sniðnum fötum.
Barack og Michelle Obama eru ávallt í vel sniðnum fötum. AFP

Nafnið Christy Rilling hringir eflaust fáum bjöllum, en hún er engu að síður konan sem sér til þess að stórstjörnurnar séu skikkanlega til fara. Rilling er nefnilega klæðskeri stjarnanna.

Rilling, sem meðal annars hefur starfað hefur fyrir Michelle Obama, Kim Kardashian og Jennifer Lawrence, segir að galdurinn að því að líta vel út felist í sniðinu og hversu vel flíkin passi.

„Allt getur, og ætti, að vera klæðskerasniðið ef þú vilt líta stórkostlega út,“ segir Rilling í samtali við Telegraph.

„Margar konur vita ekki, eða gleyma því, að fatastærðir eru óljósar. Það ætti að henda öllum pirringi yfir því að passa ekki fullkomlega í ákveðna stærð út um gluggann.“

Rilling fær ýmisleg verkefni inn á sitt borð, en hún er einnig alger viskubrunnur og lumar því á ýmsum ráðum.

„Ég sé svo margar konur ganga um í hnéháum stígvélum sem passa þeim ekki um ökklann, eða flaksa laus yfir leggina. Það ætti að láta sérsníða stígvélin svo þau passi betur.“

Eins og sjá má baukar Rilling ýmislegt í vinnunni.

Kim Kardashian wearing ALC lace up Kingsley pants in Miami with North. Tailored by @christyrillingstudio

A photo posted by Christy Rilling Studio (@christyrillingstudio) on Sep 20, 2016 at 6:03pm PDT



Margir telja eflaust að klæðskerar séu oftast jakkafataklæddir karlmenn. Sú …
Margir telja eflaust að klæðskerar séu oftast jakkafataklæddir karlmenn. Sú er nú aldeilis ekki raunin. Skjáskot / Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál