Kollan búin til úr jakuxa- og íkornahárum

Hárkollan er mikil völundarsmíði.
Hárkollan er mikil völundarsmíði. Skjáskot / Cosmopolitan

Hárið á Donald Trump, tilvonandi forseta Bandaríkjanna, hefur lengi verið mönnum umtalsefni, enda þykir það æði sérstakt.

Vaxmyndasafnið Madame Tussauds í London afhjúpaði nýja styttu af Trump á miðvikudaginn, en samkvæmt frétt Cosmopolitan hefur hún verið fimm mánuði í vinnslu. Allt í allt voru fjórar styttur framleiddar og munu þær prýða söfn í London, New York, Orlando og að sjálfsögðu Washington.

Myndhöggvararnir sem unnu að gerð styttunnar segja að hár Trumps hafi verið erfitt viðfangs, og að kalla hafi þurft til stílista sem vann við Apprentice-þættina. Þá hefur einnig verið greint frá því að hárkolla kappans hafi verið gerð úr blöndu af manna- og jakuxahárum, en augabrúnirnar hafi verið gerðar úr íkornahárum.

Í öðrum fréttum er það helst að nýfundin tegund mölflugna hefur verið skírð í höfuðið á forsetanum tilvonandi, en hún ber hið glæsilega heiti Neopalpa donaldtrumpi. Nafnið var valið vegna þess flugan er með myndarlegan hárbrúsk á höfði sem þykir svipa til glókollsins á Trump.

Hér getur að líta mölfluguna sem nefnd var eftir Donald …
Hér getur að líta mölfluguna sem nefnd var eftir Donald Trump. Skjáskot / Cosmopolitan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál