Ekki kaupa bara eitthvað á útsölunum

Hægt er að gera góð kaup á útsölunum.
Hægt er að gera góð kaup á útsölunum. Þórður Arnar Þórðarson

Útsölurnar eru í hámarki um þessar mundir og því hægt að gera góð kaup. Mikilvægt er þó að ana bara ekki áfram og kaupa einhvern óþarfa þrátt fyrir hagstætt verð. Gerðu lítinn lista yfir það sem þig vantar og haltu fókus á búðarrápinu.

Hér eru nokkur góð ráð sem hafa ber í huga á útsölunum:

1. Kauptu klassík
Á útsölum á maður það til að kaupa bara eitthvað bara af því að það er svo ódýrt. Haltu þig heldur við klassíkina sem þú veist að þig mun vanta, samanber skyrtur, einlita hlýraboli, stuttermaboli, síðermaboli, nærföt, sokka, sokkabuxur, sundföt, klassíska skó og kjóla, frakka, trefla og þess háttar.

2. Haltu þig frá sumarfötunum
Eins og við vitum er íslenska sumarið fljótt að ganga yfir og heitir dagar eru ekkert sérstaklega margir. Þar af leiðandi borgar það sig ekki að fylla skápana af sumarfatnaði fyrir næsta sumar. Ekki nema að til standi að ferðast um framandi lönd. Svo langar mann oft í eitthvað nýtt með hækkandi sólu þegar verslanirnar fyllast af litríkum og fallegum sumarfatnaði.

3. Verslaðu með vakandi vitund
Spurðu sjálfan þig hvort þú eigir eftir að nota flíkina. Spurðu þig einnig hvort þig vanti hana. Ef þú efast leggðu hana þá frá þér! Það er fátt meira svekkjandi en að rekast á flík í skápnum með verðmiðanum á sem þú fannst aldrei tilefni til að nota.

4. Skór og töskur
Oft má gera ótrúlega góð kaup á skóm og töskum. Klassískir skór fara aldrei úr tísku og því tilvalið að kaupa huggulega spariskó, smart strigaskó eða jafnvel leðurskó fyrir veturinn. Það sama má segja um fallegar töskur.

5. Græjur og dót
Ef það vantar eitthvað fyrir heimilið er þetta svo sannarlega tíminn til að fjárfesta. Þvottavélar, þurrkarar, kaffikönnur, sjónvörp, hjól og þess háttar má fá á góðu verði á útsölunum og því um að gera að nýta þær.

Ekki falla í þá gryfju að kaupa bara eitthvað á …
Ekki falla í þá gryfju að kaupa bara eitthvað á útsölunum af því að verðið er svo gott. Ljósmynd/Getty Images



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál