Krónprinsessa harðlega gagnrýnd

Krónprinsessa Dana, Mary Donaldson, þykir sérlega vel klædd.
Krónprinsessa Dana, Mary Donaldson, þykir sérlega vel klædd.

Mary krónprinsessa Danmerkur hefur á liðnum misserum reglulega hlotið gagnrýni dýravina fyrir að klæðast opinberlega klæðnaði sem unninn er úr feldum dýra.

Í opinberri heimsókn til Grænlands á síðasta ári fékk hún holskeflu athugasemda þar sem hún klæddist kápu úr selskinni sem hönnuð var af Jesper Hövring.

Dýraverndunarsamtökin PETA gripu tækifærið þegar Mary fagnaði 45 ára afmæli sínu í síðustu viku og sendu henni afmælisgjöf í formi gervipelsa. Með gjöfinni fylgdi kort þar sem hún var hvött til þess að nota frekar flíkur úr gervifeldi fremur en úr feldum dýra. Talsmaður PETA lét svo hafa eftir sér í tilefni gjafar samtakanna að með því að hætta að klæðast feldum sela, refa og annarra dýra gæfi hún dýrunum einnig tækifæri til að halda upp á afmæli sín.

Friðrik krónprins ásamt eiginkonu sinni, Mary Elizabeth Donaldson.
Friðrik krónprins ásamt eiginkonu sinni, Mary Elizabeth Donaldson. Af vef Kpngahuset/Scanpix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál