Endaði á sjúkrahúsi eftir misheppnaða varastækkun

Leona Omalley er miður sín yfir vörunum.
Leona Omalley er miður sín yfir vörunum.

Sumar konur eru tilbúnar til að gera ýmislegt til þess að fá kyssilegri varir og líta betur út.

Leona Omalley er ein þeirra en á dögunum ákvað hún að það væri góð hugmynd að fara til „sérfræðings“ heimahúsi þar sem einhverju var dælt í varir hennar. Í stuttu máli gekk það ekki vel.

Í viðtali við  Metro lýsir Omalley aðbúnaðinum þannig að „sérfræðingurinn“ hafi ekki verið með hanska, ekki notað sótthreinsibúnað og verið með nálar, notaðar og ónotaðar í poka. Í kjölfar meðhöndlunar bólgnaði allt andlit Omalley upp, varir hennar voru sem tvær pylsur utanum tanngarð og vanlíðan mikil.

Ákvað hún því að hringja á móður sína en þegar hún mætti á svæðið brá henni svo við ásjónu dótturinnar að hún fékk öndunartruflanir og ældi að lokum yfir nærstadda. Þá mætti faðir hennar á svæðið og kallaði til sjúkrabíl.

Allt fór þetta vel og eftir viðamikla sterameðferð hjöðnuðu varirnar og Omalley fór að líkjast sjálfri sér. Það sem má læra af þessari erfiðu lífsreynslu Omalley er hugsanlega að maður eigi ekki að gera allt fyrir útlitið en kjósi maður að gera eitthvað í þeim dúr er rétt að leita til viðurkenndra aðila sem kunna til verka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál