Breytti förðuninni og virðist mun yngri

Katrín hefur breytt förðunarstíl sínum svo um munar.
Katrín hefur breytt förðunarstíl sínum svo um munar. Skjáskot / Daily Mail

Katrín, hertogaynja af Cambridge, fagnaði 35 ára afmæli sínu á dögunum. Hertogaynjan, sem er mikið í sviðsljósinu, leyfir náttúrulegu útliti sínu að njóta sín og notar förðunarvörur til að skapa unglegt útlit.

„Með því að breyta nokkrum atriðum í förðunarrútínunni sinni hefur henni tekist að gjörbreyta sjálfri sér,“ segir tísku- og förðunarspekúlant Daily Mail.

„Katrín er tveggja barna móðir, en ég býst ekki við því að hún hafi mikinn tíma til að hafa sig til á morgnana. Þegar förðunarfræðingar eru ekki að dekra við hana þarf hún að kunna eitthvað fljótlegt og einfalt sem hún getur gert sjálf.“

„Þar sem hún er með nær fullkomna húð þarf hún ekki að nota vörur sem þekja mikið, heldur frekar að nota svolítinn ljóma á réttum stöðum og bleikan kinnalit.“

Hertogaynjan var gjörn á að mála augun með svörtum augnblýanti og setti gjarnan svarta línu í vatnslínuna. Hún virðist þó vera hætt því, sem léttir talsvert á augnsvipnum. Þá virðist hún einnig vera hætt að nota mattan andlitsfarða og farin að nýta sér farða sem gefur húðinni ljóma. Einnig virðist hún hafa tekið upp á að nota blautan kinnalit í stað púðurs og gera þessar litlu breytingar það að verkum að hertogaynjan hefur aldrei litið betur út.

Katrín var gjörn á að vera með dökkan augnblýant umhverfis …
Katrín var gjörn á að vera með dökkan augnblýant umhverfis augun. Skjáskot / Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál