Vann 150 milljónir en aldrei haft það eins skítt

Jane Park á fullt af fíneríi frá Louis Vuitton og …
Jane Park á fullt af fíneríi frá Louis Vuitton og ekki eru brjóstin af lakari gerðinni. Ljósmynd/Twitter

Árið 2013 vann hin 21 árs gamla Jane Park sem nemur 150 milljónum íslenskra króna í bresku happdrætti. Í viðtali við hana í Sunday People kemur fram að hún hafi skiljanlega orðið mjög ánægð og strax ákveðið að leyfa sér allt sem hugurinn girntist.

Forgangsröðun hennar var kannski örlítið sérkennileg en hún ákvað að drekkja sjálfri sér í merkjavöru og svo heimsótti hún lýtalækna eins og enginn væri morgundagurinn. Hún stækkaði á sér brjóstin, fékk sér fyllingarefni í varirnar og fékk sér bótox í ennið. Ekki er hægt að segja með hreinni samvisku að peningarnir hefðu bjargað lífi hennar eða gert það betra, þvert á móti. Þetta skjótfengna fé sté henni til höfuðs.

Kærastinn hætti til dæmis með henni en það kom nú ekki að sök því fljótlega fann hún sér nýjan mann. Að sögn Park reyndist nýi kærastinn bara hafa áhuga á peningum hennar eins og stundum vill verða. Nú, fjórum árum eftir stóra vinninginn, segir Park í viðtali að hún óskaði þess helst að hún hefði ekki unnið þessa peninga enda hefði líf hennar umturnast við öll ósköpin og hún misst frá sér það sem máli skipti. Hún er nú búin að átta sig á því að hamingjan felst ekki í efnislegum gæðum og segir hún líf sitt í dag einmanalegt og drungalegt. Merkjavara, stærri varir og brjóst skapi ekki ekki lífshamingjuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál