Lýtaaðgerðir orðnar minna feimnismál

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lýtalæknirinn Þórdís Kjartansdóttir hefur rekið Lýtalækningastöð Reykjavíkur, Dea Medica, frá árinu 2011. Hún flutti til Íslands 2006 eftir að hafa starfað í Frakklandi í 10 ár. Hún segir margt hafa breyst í lýtaaðgerðum á Íslandi síðan hún útskrifaðist úr námi og líka eftir að hún flutti heim til Íslands. 

Þórdís segir að í dag séu lýtaaðgerðir miklu minna feimnismál en þær voru áður og að bótox og fylliefni séu mun algengari í dag en þau voru á árum áður. Bótoxi er sprautað í efri hluta andlits, í enni og í kringum augu, til að minnka hrukkur og fyllingarefni eru mest sett í kringum munnsvæði.

„Það er minna feimnismál að fara í bótox og í fylliefni en það var áður,“ segir Þórdís og bætir við að þessar aðgerðir séu alltaf að verða vinsælli, ásamt fitusogi og brjóstastækkunum.

„Fitusog er algengara í dag en áður. Í kringum PIP brjóstapúðamálið minnkaði aðsókn í brjóstastækkanir og konur urðu hálfhræddar við þær. Nú skilja þær að þetta var einstakt mál og á ekki við í dag enda verið að nota aðra púða. Konur eru því farnar að koma meira í brjóstastækkanir aftur,“ segir Þórdís.

Það fer ekki framhjá neinum sem fylgist með stjörnulífinu í Hollywood að stjörnur á borð við Kim Kardashian hafa mikil áhrif í tískuheiminum. En hvernig skyldi það vera í heimi Þórdísar Kjartansdóttur. Þegar ég spyr hana hvort konur vilji í auknum mæli láta stækka á sér afturendann til að líkjast Kardashian- og Jenner systrunum segir hún að slík mál komi inn á borð hjá sér en ekki sé hægt að segja að um tískubylgju sé að ræða.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er algengara í dag en það var áður að konur vilji láta stækka á sér rassinn. Það er þó ekki komið í tísku á Íslandi en það kemur alltaf ein og ein sem finnst þetta flott. Þetta er þó töluvert mikil aðgerð og löng. Það þarf að svæfa viðkomandi og fita er oft fjarlægð fyrir ofan rass og svo er hún sett í rassinn,“ segir Þórdís og bætir við:

„Kim Kardashian er mjög ýkt og mér finnst rassinn á henni allt of stór. Hann er ýktur eins og svo margt í Hollywood,“ segir hún.

Langvinsælustu aðgerðirnar sem Þórdís gerir eru augnlokaaðgerðir en þar á eftir koma brjóstastækkanir. Þetta tvennt er þó alls ekki sambærilegt því augnlokaaðgerð er lítil aðgerð en brjóstastækkun kallar á svæfingu. Þegar Þórdís er spurð að því hvaða púðastærðir séu vinsælastar segir hún að vinsælustu púðarnir séu í stærðinni 300-400 gr.

Hér má sjá high profile brjóstapúða en þeir eru mjög …
Hér má sjá high profile brjóstapúða en þeir eru mjög vinsælir í dag.
Hér er munurinn á high profile brjóstapúða og venjulegum.
Hér er munurinn á high profile brjóstapúða og venjulegum.



„Þegar ég fæ þessa spurningu hvað konur séu að fá sér stór brjóst þá fer það náttúrlega allt eftir líkama konunnar. Í dag er algengast að konur fái 300- 400 gr High profile brjóstapúða. Þeir fara konum oft vel og gera brjóstin svolítið framstæð sem passar stundum vel við mjaðmir og axlir. Ef konur vilja náttúrulegri brjóst þá fá þær sér minni púða,“ segir Þórdís.

Hún segir að lögunin á púðunum skipti máli og bendir á að ef púðarnir passa ekki nógu vel á líkamann þá geti brjóstin virkað svolítið þykk.

„Ef þvermálið á púðanum er mikið meira en þvermálið á brjóstunum þá geta þeir látið konuna virkað breiðari um brjóstkassann og sumir gætu orðað það svo að konan liti út fyrir að vera „þybbnari“,“ segir Þórdís.

Þegar hún er spurð að því hvort konur virki almennt „þybbnari“ við brjóstastækkun segir Þórdís svo ekki vera.

„Ekki ef púðarnir eru rétt valdir fyrir hverja konu,“ segir hún.

Hvað telur þú að eigi eftir að njóta mikilla vinsælda í lýtalækningum í nánustu framtíð?

„Það eru alltaf framfarir í meðferðum á öldrunar-breytingum og verður spennandi að fylgjast með þeim. Algengustu aðgerðirnar standa þó alltaf fyrir sínu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál