Klæðnaður veðurfréttakonu vekur heimsathygli

Veðurfréttakona Susana Almeida komst í heimsfréttirnar vegna klæðaburðar.
Veðurfréttakona Susana Almeida komst í heimsfréttirnar vegna klæðaburðar. Ljósmynd/Youtube.com

Veðurfréttakonur eru ekki mikið í umræðunni á Íslandi og ekki er heldur fjallað mikið um klæðaburð þeirra. Íslenskir veðurfréttamenn og konur eru yfirleitt þannig klæddir að klæðaburðurinn ratar yfirleitt ekki í fréttir. 

Það sama á ekki við um Susana Almeida sem er veðurfréttakona á Mexíkó. Klæðaburður hennar hefur ítrekað ratað í heimspressuna en hún þykir klæða sig á ögrandi hátt. Hún virðist hafa sérstakt lag á að draga athyglina frá lægðum og hæðum yfir landinu að eigin brjóstaskoru eða að kynfærum sínum eins og gerðist einn góðan veðurdag. 

Hún ákvað að mæta í gráum buxum í vinnuna sem voru svo þröngar yfir kynfæri hennar að lag þeirra þrýstist í gegnum buxurnar. 

Forvitnilegt er að vita hvort lesendur Smartlands taki eftir þessu en svo virðist sem það séu ekki allir áhorfendur með fókusinn á réttum stað við veðurfréttaáhorf, það er að segja hvernig veðri megi búast við á næstunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál