Seiðandi árshátíðarförðun

Árshátíðaförðun með Smashbox.
Árshátíðaförðun með Smashbox. mbl.is/Árni Sæberg

Tími árshátíðanna stendur nú sem hæst og því ekki úr vegi að læra nokkur skotheld trix til að líta sem best út þegar farið er út úr húsi. 

Förðunarfræðingurinn Arna Sigurlaug Ragnarsdóttir farðaði Nönnu Sveinsdóttur með nýjustu litunum frá Smashbox. Jarðlitir voru í forgrunni og megináhersla lögð á augun.

Arna byrjaði á því að setja photo finish foundation primer og pore minimizing primerinn á nefið og T-svæðið. Þá bar hún finish hydrating under eye primer undir augun og á augnlokið. Hún lét primerinn þorna í 30 sekúndur áður en hún byrjaði að farða augun.

„Ég byrjaði svo á augunum þar sem við vorum að fara í smokey förðun. Ég notaði Full exposure palettuna og þegar kom að glimmer augnskuggunum bleytti ég burstann með photo finish primer water til að draga fram meiri lit og áferð á glimmer augnskuggunum. Síðan rammaði ég inn augun með Limitless liquid liner pen in Jet Black og Always sharp waterproof kohl liner í litnum raven í efri og neðri votlínuna,“ segir Arna.

Til þess að gera augnhárin löng og falleg setti Arna X-rated mascara á Nönnu. „Ég fyllti svo aðeins í augabrúnirnar með Brow Tech to go í litnum brunette,“ segir Arna.

Húðin á Nönnu var eins og silki þegar Arna var búin að fara höndum um hana. Arna notaði Studio skin 15 hour wear hydrating foundation farða og nýja hyljarann frá Smashbox, Studio skin 24 hour waterproof concealer. Hún endaði svo á að setja smá Halo hydrating powder á andlitið. Til að skyggja og lýsa upp andlitið notaði Arna Contour pallettuna. Í lokin bar hún Fushion soft light í litnum baked starblush highlight á kinnbeinin til að fá ennþá fallegri áferð.

Arna gerði varirnar á Nönnu þrýstnar og fallegar. Hún byrjaði á því að setja Always sharp lip liner í litnum nude fair og síðan Be legendary varalit í litnum audition. Þessi tvenna gerði varirnar sérlega fallegar eins og sést á myndinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál