Hliðarskiptingin er að koma aftur

Böðvar Þór Eggertsson.
Böðvar Þór Eggertsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Böðvar Þór Eggertsson hárgreiðslumeistari, eða Böddi eins og hann er kallaður, er með puttana á púlsinum þegar kemur að hártískunni. Hann segir að karlarnir haldi áfram að vera með lubba og skegg og miklu meira sé lagt upp úr hárlitun í dag en áður. 

Þegar Böddi er spurður hvort síddir í hári séu að breytast segir hann ekki miklar breytingar í gangi þar.

„Það verður bæði sítt og millisítt en línurnar eru svolítið harðar, beinar og þungar og hliðarskiptingar koma aftur. Þá meina ég að skiptingarnar séu mjög neðarlega í hliðinni. Skakkir þungir toppar verða líka áberandi en þessir toppar eru bylgjuliðaðir sem gerir þetta druslulega flott,“ segir Böddi.

Böddi segir að stutt hár komi töluvert sterkt inn 2017 en þá séu topparnir þungir. „Topparnir eru bæði greiddir fram og til hliðar og einnig svolítið upp í hliðarnar,“ segir hann.

Í sumartísku Chanel voru hliðarskiptingar í hárinu áberandi.
Í sumartísku Chanel voru hliðarskiptingar í hárinu áberandi. mbl.is/AFP

Þegar talið berst að hárlitun segir Böddi að mikil vinna sé lögð í hárlitun í dag þó svo að lúkkið eigi að vera náttúrulegt.

„Hárið á alls ekki að líta út eins og það sé nýlitað. Bæði „balayage“ og „ombre“ útfærslur halda áfram að vera vinsælar. En það er gaman að nefna það að litatækni hefur mikið breyst og margar af þessum flottustu fljótandi litunum þar sem ekki sest kantur eða rönd eftir strípur eftir pappír eru ekki eins einfaldar og margir kúnnar og hárgreiðslufólk halda. Það sem er búið að vera heitast í þessu öllu, og er mest um beðið hjá mér í dag, er að vera með dekkri rót og láta litinn feita út í hárið án þess að nákvæm skil sjáist. Auk þess þarf að liggja fyrir hvaða litatónn fer hverjum og þá meina ég hvort liturinn eigi að vera kaldur eða hlýr og svo þarf að gæta þess að liturinn fari vel við húðlit og augnlit. Oft getur fallegur litur hreinlega orðið ljótur ef ekki er passað upp á þetta,“ segir Böddi.

Hann segir að það skipti miklu máli þegar litir eru valdir að þeir virki náttúrulegir og segir hann mikla vinnu liggja að baki hverrar hárlitunar.

„Það getur legið allt í 6-7 klukkutíma vinna á bak við einn kúnna ef kúnninn vill taka þetta alla leið,“ segir hann.

Þegar Böddi er spurður út í hártísku karlpeningsins segir hann að herratískan í hári hafi breyst mjög mikið fyrir þrem eða fjórum árum þegar Barber-tískan tröllreið öllu. Hann segir að annaðhvort séu karlar með loðið hár og skegg eða hárið sé rakað í hliðunum sem minnir töluvert á herraklippingar stríðsáranna.

Böddi mælir með Grooming í skeggið.
Böddi mælir með Grooming í skeggið.

„Strákar eru miklu meira að hugsa um útlitið núna en fyrir nokkrum árum. Skeggið verður áfram mjög vinsælt 2017 en það verður örlítið snyrtilegra í ár en það hefur verið. Því miður geta ekki allir safnað skeggi því það eru ekki allir með skeggrót. Aðrir fá hana mjög grisjótta og svo eru dæmi um að menn geti ekki komist yfir kláðatímabil sem þeir ganga í gegnum þegar verið er að safna skeggi. Húðin skiptir nefnilega um ham sem myndar oft útbrot og kláða,“ segir hann.

Þetta er ekki vandamál hjá Bödda því hann er vel skeggjaður. Þegar ég spyr hann hvort hann noti efni í skeggið segir hann svo vera.

„Ég nota alltaf balm frá Alterego en hún bæði mýkir skeggið og húðina plús það að það er geggjuð lykt af henni. Ég finn aldrei kláða eftir að ég fór að nota hana,“ segir Böddi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál