Leyndarmálið á bak við útlit Svölu

Svala Björgvinsdóttir var með glitrandi hár í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Svala Björgvinsdóttir var með glitrandi hár í Söngvakeppni Sjónvarpsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Hjartarson hárgreiðslumeistari og Bergþóra Þórsdóttir eiga heiðurinn af hári og förðun Svölu Björgvinsdóttur þegar hún keppti með lagið Paper í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Svala var eins og drottning á sviðinu og var heildarútlitið ákaflega heillandi, ferskt og smart. 

Hárið var tekið upp í hátt tagl og svo var glimmer í hárinu sem náði inn á andlitið. Í heildina var þetta eins og eitt stórt listaverk. Ásgeir segir að áhrifin hafi verið sótt til Madonnu og Gwen Stefani, ef það hafi verið einhver áhrif. 

„Okkar inspiration ef hún var einhver, er frá Madonnu á Blonde ambition tour og Gwen Stefani á næntís-tímabilinu hennar,“ segir Ásgeir. 

Hárið á Svölu haggaðist ekki allt kvöldið (fyrir utan taglið), hvernig gerðir þú það?

„Þessa greiðslu þarf að bursta vel og nota ég þar til gerðan bursta til að ná öllum „litlu“ hárunum og svo nota ég Fudge-mótunarvörurnar – Membrane Gas til að negla það niður og svo nota ég teygju með krókum til að festa taglið enn betur,“ segir Ásgeir. 

Hárið á Svölu var þakið glimmeri í hliðunum og ofan á kollinum. Hvernig var það gert?

„Glimmerið er sett þannig í að við notum Aqua Seal frá Make Up For Ever Professional sem við berum í húðina og hárið fyrst og setjum síðan glimmerið ofan í það til það límist við en glimmerið er einnig frá Make Up For Ever og kemur það í small, medium og large. Þetta eru gullflögur sem hægt er að fá í búðinni hjá okkur í litlum krukkum.“

Þegar ég spyr Ásgeir út í taglið segir hann að það sé í raun gervitagl. 

„Þetta er hártoppur/gervitagl sem við festum við taglið, en hann er á blúndu sem við þurfum að tvinna sérstaklega utan um,“ segir hann. 

Förðunin var guðdómleg. Svala leit út fyrir að vera 12 ára ekki fertug. Hvernig er þetta framkvæmt?

„Svala er náttúrulega ótrúlega ungleg og allir halda að hún sé tvítug og var ekki erfitt að gera hana unglega,“ segir hann en þess má geta að Svala varð fertug í febrúar og skartar ákaflega unglegu útlit. Ásgeir segir að Bergþóra, eða Begga eins og hún er kölluð, sé snillingur í förðun og þau hafi unnið saman að heildarútlitinu ásamt Svölu. 

„Begga notaði Peach primer frá MUFE sem gerir mann extra ferskan, Pro sculpting duo highlighter sem er sett á kinnbeinin sem er nokkurs konar Face Contour, Metal Powder, HD stick-farða og HD-púður og augnhár frá MUFE einnig allt saman. Svo er Svala með svo mikla útgeislun að þetta verður ein sprengja,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál