Gera grín að fatnaði Ragnhildar Steinunnar

Rauði Krossinn birti sína eigin útgáfu af samfestingi Ragnhildar Steinunnar.
Rauði Krossinn birti sína eigin útgáfu af samfestingi Ragnhildar Steinunnar.

Nú hafa Rauða Kross búðirnar á höfuðborgarsvæðinu birt skemmtilega auglýsingu á Facebook þar er gert góðlátlegt grín af samfestingnum umdeilda sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Rauði Krossinn segir á Facebook síðu sinni:

„Í Rauðakrossbúðunum geturðu keypt endurnýtta hönnun með góðri samvisku.“

En forsaga málsins er auðvitað sú að Ragnhildur Steinunn klæddist stolinni hönnun í Söngvakeppninni.

Ragnhildur Steinunn í samfestingnum.
Ragnhildur Steinunn í samfestingnum.

Það lítur út fyrir að auglýsendur séu í góðum grín gír þessa dagana en það er bara rúm vika síðan að hönnunarbúðin Epal var fljót að svara Epalhomma umræðunni og birtu auglýsingu með Epalhommum.

Epal auglýsingin.
Epal auglýsingin. ljósmynd/Brandenburg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál