Gamalt diskólag gefur tóninn

Lindex tekur á móti vorinu með línu sem samanstendur af nýjum litasamsetningum, spennandi prenti og stílhreinum kvenlegum smáatriðum - í herferð sem mynduð er á framandi strætum Höfðaborgar í Suður-Afríku. 

„Vorið er tíminn til að endurnýja í fataskápnum með þægilegum settum, léttum bómullarbolum og nógu miklu af djörfum litum. Khaki grænn, appelsínurauður, svartur og bláir tónar eru grunnurinn í vorlínunni, toppað með áberandi afrískum munstrum og dýraprenti segir,“ segir Annika Hedin, yfirhönnuður hjá Lindex.

Lag Diönu Ross „I’m coming out“ sem spilað er undir auglýsingunni og fyrirsæturnar virðast syngja með, endurspeglar einkunnarorð Lindex gagnvart tísku, „we make fashion feel good.“ Herferðin er uppfull af jákvæðri orku og sjálfsöryggi en í henni eru 7 fyrirsætur og er ein þeirra hin sænska Sabina Karlsson. 

„Herferðin er svo uppörvandi og full af frábærri orku. Það er frábært að Lindex leggi áherslu á að sýna ólíkar konur í herferðinni sinni óháð stærð eða kynþætti. Ég skemmti mér konunglega við tökur í þessari herferð,“ segir Sabina Karlsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál