Eru bólur að komast í tísku?

Starlie Smith ómáluð með bólur.
Starlie Smith ómáluð með bólur. Skjáskot/Instagram

Það hefur verið mikil vakning á meðal kvenna að undanförnu að hætta að fela líkamshluta sem þótti ef til vill skömm að. Frelsum geirvörtuna átakið fór sem eldur um sinu fyrir nokkrum árum. Hver veit nema næst fari fólk að frelsa bólurnar. 

Margir muna eftir því að hafa gert lítið annað en að kreista graftarbólur og fílapensla á unglingsárunum. Margar konur glíma enn við bólurnar sérstaklega í kringum blæðingar. 

Fyrirsætan og tónlistarkonan Starlie Smith birti nýverið mynd af sér þar sem slæm húð hennar sést vel. Hún vakti athygli þegar hún gekk tískupallana fyrir Dolce and Gabbana í vetur fyrir að vera ekki með fullkomna og slétta húð en þrátt fyrir mikla förðun sást vel í húð hennar samkvæmt I-D.  „Hverjum er ekki sama þótt þið séuð með bólur, þið eruð falleg,“ skrifaði Smith á Instagram-síðuna sína.“

Fólk ætti að hætta að skammast sín fyrir slæma húð.
Fólk ætti að hætta að skammast sín fyrir slæma húð. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál